Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 113
SKUGGAMENN BREZKA UTVARPSINS
103
Haley lýsti yfir því í útvarpinu síðastliðið ár. að fréttasendingar
brezka útvarpsins til annarra landa „væru ákaflega móðgandi í garð
þeirra manna, sem vildu fela sannleikann.“ En skiljanlega sagði hann
ekki aukatekið orð um herrana. sem í raun og veru fela sannleikann,
skuggamennina bak við útvarpið.
Þessi „sósíalistiski“ leiðtogi brezka útvarpsins á ekki aðeins hlutdeild
i vélaiðnaðinum. Hann á einnig í blöðum frjálslynda flokksins og
verkamannaflokksins. Og hann á auk þess mikinn skerf af hlutabréfum
í Lundúnablaðinu Economist, sem er málgagn kaupsýslumanna í City.
Einn af hinum sjö meðlimum útvarpsráðs er frú Barbara Ward. Hún
er líka ritstjóri við Economist. Helmingur hlutabréfanna í Economist
tilheyrir fyrirtækinu Financial News Ltd. Það er undir stjórn fjármála-
mannsins mikla Brendan Brackens. Hann er þingmaður íhaldsflokksins
og vinur Churchills. I stjórnartíð Churchills stóð Bracken fyrir hinum
opinbera áróðri í Englandi. Og enn í dag hefur hann áhrif á pólitík
útvarpsins fyrir tilstilli viðskiptavina sinna í útvarpsráði.
Þetta yfirlit sýnir, að enskt auðmannaveldi hefur hér sameinast úr
þremur greinum í eina samsteypu: íhaldi, frjálslyndum og verkalýðs-
flokknum, fyrir atbeina Simonar og fylgifiska hans.
Hinir meðlimir útvarpsráðs, auk Simonar og Börböru Wards, eru
þessir:
Hin auðuga ekkja markgreifans af Reading. Þá er John Adamson,
sem er í stjórn átta félaga. Ennfremur Geoffrey Lloyd, sem var ritari
íhaldsráðherrans Baldwins og nú er forstjóri Premier Investment Co.
og foringi Birmingham-organisationar íhaldsflokksins, sem er hin sterk-
asta í Englandi. Þá er loftmarskálkurinn sir Richard Peck, fyrrum
varaformaður í herforingjaráði loftvopna. Og loks er Ernest Whitfield
doktor í heimspeki.
Af þessu má sjá, að fimm meðlimir af sjö í enska útvarpsráðinu eru
hnýttir við fárra manna peningaveldi enska kapítalismans. Einn er
sendur frá afturhaldshernaðarklíku. En hinn sjöundi er fulltrúi mennta-
manna.
Þannig er útvarpsráðið saman sett, og þann veg er útsendingum
þess stjórnað í landi, þar sem verkamannaflokkurinn fer með völdin.
Þetta er í stórum dráttum sams konar mannaval og ríkisstjórnin hefur
kjörið til að standa fyrir þjóðnýtta iðnaðinum.