Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Qupperneq 116
106
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
það eru um fram allt menn, sem hafa sýnt, að þeir eru ósættanlegir
fjendur framfara og umbóta.
Þessar staðreyndir sýna og sanna, að enskur almenningur getur
engin áhrif haft á starfsstefnu brezka útvarpsins, þó að útvarpið full-
yrði, að það sé málsflytjandi fjöldans. Miljónir óbreyttra karla og-
kvenna í Englandi, sem óska að lifa í friði og vináttu við aðrar þjóðir,
gera sér meira að segja enga hugmynd um allan þann flaum af eitruð-
um fölsunum, er streymir gegnum útvarpið í fréttaburði þess til ann-
arra landa, fölsunum, sem sendar eru fullkomlega með ráðnurn hug og
í því markmiði að blása upp sundrung milli alþýðu manna í Englandi
og fólks í öðrum löndum, sem óskar að vera vinur hennar og lifa við
hana í sátt og samlyndi. Og ennfremur er tilgangurinn sá að koma upp
hatri milli vissra lýðræðisríkja, sem eru í vináttusambandi við Bretland.
VI
Mikilvægasta deild brezka útvarpsins er sú, sem annast fréttasend-
ingar til útlanda. En það er líka sá hluti vélavirkisins, sem gaumgæfi-
legast felur vinnubrögð sín fyrir almenningi. Þar situr herforingjaráð’
hins „kalda stríðs“.
Til er stofnun í Englandi, sem ber nafnið pólitísk og hagfrœðileg
skipulagning. Hún er kostuð af ýmsum stóriðnaðarrekendum. En ætl-
unarverk hennar er það að hagræða pólitík stjórnarinnar í framtíðinni.
1 sérstöku yfirliti, sem stofnun þessi liefur samið um framtíðaráróður
Englands í útlöndum, er aðferðinni í „hinum pólitíska hernaði“ lýst
með eftirfarandi orðum:
„Frjáls og hömlulaus áróðursstarfsemi eins og í styrjöld, starfsemi,.
sem ekki notfærir sér aðeins allar opinberar fréttaleiðir og opinber
tæki til að snúa skoðunum manna, heldur nær hún einnig til leynilegra
kaupa á blöðum og útvarpsstöðvum, notkunar á fréttastofum, sem
stjórnað skal af leppum, og beitingar annarra svipaðra feluaðferða.“
Það eru aðferðir af þessu tagi, sem eru einkennandi fyrir enskan
áróður á vorum tímum og sérstaklega fyrir enska útvarpið, segir
ameríski blaðamaðurinn Ladislas Farago í grein í blaðinu United
Nation World, sem gefið er út í New York. „Þess konar áróðri,“ ritar
Farago, „hefur linnulaust verið beitt í Englandi, síðan styrjöldinni