Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 117
SKUGGAMENN BREZKA ÚTVARPSINS
107
lauk, með hjálp mikilfenglegrar stofnunar, er vinnur af sömu atorku
sem á stríðsárunum. Allt þetta volduga vélavirki, sem dreifir út ensk-
um áróðri, bæði svörtum og hvítum, er sett í gang í hinum alvarlegu
diplómatisku árekstrum milli austurs og vesturs .. og það hefur í
þjónustu sinni leynilegar útvarpsstöðvar, blaðafyrirtæki, kjaftasögu-
bera, fölsuð heimildargögn, — allt syndaregistur uggvænlegra aðferða
hins svarta áróðurs.
Enski áróðurinn með sinni andlegu árásarpólitík er nýtt fyrirbæri í
sambúð ríkja, ný tegund árása, þar sem hið skeggjaða, léttvopnaða
riddaralið hefur rýmt sæti fyrir hálærðum menntamönnum ... í
byrjun ársins 1946 var Bevin því ákaft fylgjandi, að haldið væri áfram
hinum pólitíska hernaði Breta, bæði þeim svarta og hinum hvíta, í
stríði, sem Bernard Baruch hefur skírt kalda stríðið.“
Svarti áróðurinn, sem ameríski blaðamaðurinn talar um, er í sann-
leika grundvallaður til fyrirmyndar sendingum brezka útvarpsins til
annarra landa. Allir leiðandi embættismenn stofnunarinnar verða að
ganga í gegnum þann skóla.
Höfundar að kenningunni um „svartan áróður“ eru fréttasérfræð-
ingarnir ensku, sem var falin stjórn brezka útvarpsins á stríðsárunum.
Einn þessara sérfræðinga er sir Bruce Lockhart. Hann er gamall í
hettunni í upplýsingaþjónustunni og illræmdur fyrir njósnir og undir-
heimamyrkraverk í Sovétríkjunum eftir byltinguna.
Arið 1941 tók Lockhart, sem lengi hafði verið virkur „blaðamað-
ur“, skyndilega að láta aftur á sér bera. Nú varð hann aðalforstjóri
þeirrar deildar brezka útvarpsins, sem rak pólitíska hernaðinn.
Þar unnu með Lochart tveir aðrir nafnkunnir upplýsingaagentar
í diplomatiskum sniðum. Annar var Reginald Leeper, sem einnig hafði
haft með höndum njósnarstörf gegn Sovétríkjunum, en varð síðar
leiðtogi leynilegu upplýsingaþjónustunnar í Litluasíu.
Hinn var sir Ivone Kirkpatrick, sem eitt sinn var aðalritari ensku
sendisveitarinnar í Berlín á dögum Hitlers. Hann var einn skugga-
mannanna, sem kom í kring Miinchensamningunum. Kirkpatrick átti
í makki við Rudolf Hess, eftir að hann flaug til Englands vorið 1941.
Og hann stóð síðar í bralli við þýzka sendiherrann í Dýflinni.