Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 119
LIAM O’FLAHERTY: Svartur kettlingur var að leika sér í sólskininu. Hann var með brúnt pappírssnifsi sem hann snoppungaði með framlöppunum og ýtti á und- an sér eftir grasinu meðfram kringlóttu blómabeði. Hann sló það fimlega til skiptis með loppunum og elti það í snöggum hljóðlausum sprettum, skríðandi á kviðnum í stuttu grasinu. Honum þótti gaman að heyra skrjáfa í pappírnum undan höggunum. Allt í einu greip hann löngun til að hamast. Hann þreif blaðið milli framlappanna og hélt því föstu. Svo settist hann og þeytti því upp í loftið. Þegar það féll til jarðar, krækti hann í það klónum grimmdar- lega og reif það sundur svo að hvein í því. Við þetta æstist hann, lézt verða hræddur og hljóp burt eins hratt og hann gat, með hálfsperrta rófuna. Hann hljóp hálfan hring um blómabeðið. Svo þóttist hann vera að flýja undan óvini og skauzt inn á milli blómanna, þar lagðist hann og faldi sig. Nú varð hann æðisgenginn og langaði í áflog. Hárin risu á bakinu á honum. Hann þandi alla vöðva og bjó sig til að stökkva. Þetta var hálfvaxinn kettlingur og var að byrja að fá veiðináttúru. Þegar enginn veitti honum eftirför inn í fylgsni hans, fór honum að leiðast leikurinn. Bardagafýsnin vék fyrir þægilegri værð sem stafaði frá umhverfinu. Hér var unaðslegur ilmur. Blóm, sem voru mýkri en silkimjúkur loðfeldur hans, lögðust að honum á báðar hliðar. Hann langaði til að gæla við eitthvað þegar hann fann þennan yndislega ilm og mýkt blómanna. Hann fór að mala ánægjulega og ýta hægt við blómunum. En þá espaðist hann að nýju og langaði aftur til að ham- ast. Hann velti sér um hrygg, teygði úr sér og skreið síðan á kviðnum eftir grundinni. Skyndilega heyrði hann hljóð og settist upp. Hljóðið var endurtekið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.