Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 122
112
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sterkari; hann stirðnaði allur. Hann gekk hægt áfram með sömu ein-
kennilegu tilburðunum og móðir hans hafði haft þegar hún kom ofan
grasflötina, með kryppu upp úr bakinu og hausinn niður við jörð,
lafandi rauða og vota tunguna. Rófan dróst næstum við jörðina.
Hálfkæfð músin var aftur fallin í doða. Hún lá á hliðinni með
lappirnar út í loftið. Hún virtist dauð að öðru leyti en því, að krarnpa-
teygjurnar í trýninu héldu áfram í hvert skipti sem hún greip andann
á lofti. Nú slóð kettlingurinn yfir henni, urraði grimmdarlega og var
reiðubúinn að klófesta hana.
Allt í einu kvað við ógurlegur hávaði svo að kettlingurinn skellti
aftur trantinum óttasleginn. Þetta var þrumandi hundsgelt. Hann leit
við og sá stóran hvítan hund með svörtum dílum koma æðandi og
gjammandi. Kettlingurinn gleymdi samstundis músinni og löngun
sinni til að drepa. Ægileg stærð hundsins og hræðilegt gelt kom hon-
um til að hríðskjálfa af hræöslu. Hann flýði hvæsandi í áttina til húss-
ins og hárin risu á skrokknum á honum.
Kaltarmóðirin lagði líka á flótta, en sneri við eftir lítinn spöl til að
taka með sér músina. Áður en henni tókst það, réðst hundurinn á
hana. Hún henti sér á hrygginn og setti lappirnar upp í loftið með allar
klær úti. Hundurinn gat ekki stöðvað sig á hlaupunum og lenti ofan
á hana. Hún reif hann í trýnið svo hann sneri ýlfrandi undan. í einu
velfangi spratt hún á fætur og lagði á flótta. Hundurinn veitti henni
eftirför og náði henni fljótlega. Þau flugust á heiftarlega alla leiÖina
að lárviðarrunna, þar sem kötturinn leitaði skjóls. Hundurinn hljóp
kringum runnann geltandi og reif upp grassvörðinn með löppunum.
Við hávaðann af áflogunum og hundsgeltið raknaði músin úr rotinu.
Hún reisti sig við og fór að skríða af stað á kviðnum. Riðandi fætur
hennar gátu ekki borið hana, svo að hún varð að skríöa. Smám saman
hresstist hún þó og varð hugrakkari. AS lokum tókst henni að nota
fæturna og fór að hlaupa. Hún vissi ekki hvert hún átti að fara, en
flýði í gagnstæða átt við þá sem hún heyrÖi geltið koma úr.
En allt í einu kastaði hún sér flatri í grasið, því að ný hætta steðj-
aði að henni. Kona kom hlaupandi eftir grundinni og kallaði á hund-
inn. Hún var nærri búin að stíga ofan á músina. Músin lá dálitla stund
kyrr skjálfandi, svo heyrði hún röddina fjarlægjast. Þá hljóp hún eins