Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Blaðsíða 131
ÍSLENZKT SJÁLFSTÆÐI
121
ílug hans festu og ást hans á náttúrunni hreinni samvizku. Hann virðist aldrei
skyldubundinn, list hans er frjáls og geisar einarðlega fram og hremmir það sem
augað girnist. Ljóðrænn stíll hans er knappur og gagnorður, þar glitrar mál alþýðu
í iðandi straumi.
Bragðvísi Laxness er aldrei meiri en þegar hann lætur Islendinga sína ræðast
Tið, og teflir saman heilbrigði þeirra, búralegri kænsku og forneskjulegu hugar-
flugi, og gráköldum áhyggjum og vandamálum líðandi stundar. Það er honum
stöðug ánægja að afhjúpa hina fámennu stétt, sýna hversu kænlega hún kúgar og
prettar allan almenning; og skáldið beitir þá sérstökum brögðum, glettnum og ban-
vænum í senn. Lýsingin á hreppstjórafrúnni er til að mynda skemmtilega illkvittn-
isleg, þessi málgefna kona ljómar í framan eins og páfinn og flytur kröftugar, inn-
antómar hrókaræður um fegurð sveitalífsins og áhyggjuleysi hinna snauðu. Laxness
sýnir oss líka fulltrúa barlóms og nöldursemi, það er Fríða gamla sem kvartar yfir
kúgun mannanna allan liðlangan sláttinn, kveinstafir hennar eru „eins og óstöðv-
andi leki gegnum dagana". Frumlegur er líka séra Guðmundur, virtur af bændum
vegna síns ágæta fjárkyns, en annars að engu þekktur nema ótrúlegri þrætugirni
og ósvífni.
Þannig flytur nútímaskáldið Halldór Kiljan Laxness lesandann til Islands „þar
sem aldirnar liggja hver við annarrar hlið í misjafnlega uppgrónum troðningum
•eftir hesta fortíðarinnar". Bókin er rituð í Barcelona, Róm, Nizza, Kaupmanna-
höfn: Laxness er Evrópuhöfundur sem heldur vörð lengst úti í Norðuratlantshafi.
Söguefni hans hefur ekki fyrnzt, vandamál hans eru ekki einangruð, sem ef til vill
mætti halda. Og skáldsaga þessi er ljóslifandi sem kvikmynd og fagurskyggð sem
Islendingasaga.
ÁsgeÍT Hjartarson þýddi.