Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 132
r--------------------------n
MYNDLIST
V______________________________________________________________________________/
Fyrir því hve mikill áhugi ríkir meðal almennings fyrir að öðlast fræðslu um mynd-
list og vegna óska er fram hafa komið vill Tímarit Máls og menningar nú ríða á vaðið
og verja nokkrum síðum í hverju hefti til að flytja efni um myndlist. Tveir af
fremstu listmálurum okkar, Gunnlaugur Ó. Scheving og Þorvaldur Skúlason, hafa
tekið að sér að sjá um þennan efnisþátt í samráði við ritstjóm Tímaritsins.
ÞORVALDUR SKÚLASON:
Ganga franskir listagagnrýnendur
aftur á íslandi?
Listdómarar skiptast í tvo flokka, annars vegar eru hinir móttækilegu
vakandi menn, næmir á þann boðskap sem listin flytur á hverjum tíma,
minnugjr þess að hver kynslóð á sér sína sérstöku tegund innsæis sem
tíðarandinn áskapar henni, og vitandi það, að skapandi list er af-
sprengi þessa innsæis og tjáning. Slíkir menn gera sér grein fyrir því,
sem raunar öllum ætti að vera ljóst, að t. d. við sem lifum nú, erum,
ef svo mætti segja, fædd með annarri tegund reynslu en kynslóðir
Rembrandts eða Beethovens, og að eins og þeir sköpuðu verk sín inn-
blásnir anda sinnar samtíðar, hljóta listamenn allra tíma að vera
túlkar ríkjandi tíðaranda. — Listgagnrýnendur sem skilja þetta eru
fulltrúar hins vakandi fólks, þess sem upplifir og er gætt næmi skapandi
manns, þó að það ekki fáist við skáldskap, tónsmíðar eða myndlist.
Hinn flokkinn skipar önnur manntegund.' Þar ber mest á fólki, sem
að því er bezt verður séð stendur fyrir neðan meðallag hvað alla
skynjun snertir, og svo eru þar hópar manna, sízt meira aðlaðandi,
sem sjá sér einhvern stundarhag í að níða niður allan gróanda, hvar
sem hans verður vart. Ollu er þessu fólki sameiginlegt að líta á um-
hverfi sitt með fúlli geðvonzku þess manns, sem neyðist til að vakna á
morgnana, þótt ekkert sé fjær eðli hans. Þessi manntegund er and-