Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 143
MYNDLIST
133
myndlist vita að áhrifa frá Cézanne hefur gætt í verkurn margra beztu
listmálara 20. aldarinnar. Þessi áhrif eru þó fremur þannig að þeir
skildu myndlistarmanninn á bak við myndirnar, sem hann gerði, en að
þeir hafi tekið sér til fyrirmyndar yfirborð þeirra. Má í því sambandi
nefna tvo mjög ólíka listamenn sem einnig hafa gert tiltölulega mjög
ólíkar myndir, þá Klee og Picassó.
Sá skoðandi sem vill njóta myndar þarf að sjá hvernig púnktar,
ef þeir eru notaðir, standa í afstöðu sín á milli, og varðandi önn-
ur atriði myndarinnar, hvernig ein línan leikur við aðra í flók-
inni hrynjandi, án þess að standa einangruð, í leik sínum við önnur
atriði myndarinnar, í andstæðum þeirra og sameiningu, hita og kulda
litarins, auðlegð hans og tilbrigðum. Hann þarf að sjá hvernig atriði
myndarinnar eru hvert fyrir sig, með eigin eðli, þátttækur sameinandi
sannfærandi heildarforms, með sérstakri persónulegri reynslu sem
þungamiðju. Þegar við höfum íhugað það sem hlutrænn veruleiki
myndar inniheldur og notið þess, höfum við komizt inn á svið þar sem
ríkja lögmál þess heims sem listamaðurinn hefur skapað. Efniviður
þess heims er umhverfi listamannsins, skilningur hans á því og fólkinu
í kringum hann, reynsla hans og myndarfur frá liðnurn kynslóðum.
Utskýringar á þessum heimi yrðu sjálfsagt eins árangurslitlar, og ef
við ætluðum að lýsa lykt, sem við hefðum fundið í París eða Kína.
Sálfræði mynderfðanna, breytingar myndlistarinnar á hverjum tíma
til samræmis við hugmyndir mannsins um umhverfi sitt, sjálfan sig og
fólkið í kringum hann er viðfangsefni, sem ekki er hægt að gera við-
unandi skil án listasafns þar sem verkin tala sjálf sínu máli. En mvnd-
in breytist eðlilega með framvindu tímans og sjón mannsins breytist
líka, fegurðarvitund hans og mat á umhverfinu.
Það er ekki ætlunin með þessari grein að bæta við staðreyndaforða
lesenda, heldur vildi ég freista þess að vekja fólk til umhugsunar uni
myndlistina yfirleitt, því hún er þó að minnsta kosti ein af skrautfjöðr-
unum í hatti mannkvnssögunnar.