Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 145

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Side 145
VÍGSLA ÞJÓÐLEIKHÚSSINS 135 vel þótt leikið hafi verið síðan á átjándu öld, hún er skilgetið bam okkar aldar. Artöl mætti nefna: Stefanía Guðmunds- dóttir lék fyrsta hlutverk sitt árið 1893, en Leikfélag Reykjavíkur var stofnað 1897, þá er iðnaðarmenn reistu hús sitt við tjömina. En Leikfélagið fór hægt af stað og sýndi aðeins léttvæga söngleika hin fyrstu ár; smám saman urðu leik- aramir samæfðari og samstilltari, þeir settu markið hærra, og þá fyrst verður til leiklist á Islandi í eiginlegri merk- ingu orðsins. Nokkrir mikilhæfir leik- endur störfuðu í hinu merka félagi allt frá fyrstu árum, og má enn líta tvo þess- ara ágætu brautryðjenda á sviði Þjóð- leikhússins, Friðfinn Guðjónsson og Gunnþórunni Halldórsdóttur. I dag er þeirra manna og kvenna með miklu þakklæti minnzt sem fórnuðu leiklist- inni kröftum sínum og tóm6tundum, en hlutu fátt í aðra hönd nema ánægjuna af vel unnu verki; á herðum þeirra stendur leiklist okkar daga. Aldrei hef- ur þróunin verið jafnör sem hin síðustu ár, enda ráðizt í stórbrotin verkefni: „Pétur Gautur“, „Kaupmaðurinn í Fen- eyjum“ og „Hamlet" em okkur í fersku minni. Nýir leikarar bætast stöðugt í hópinn og hljóta menntun í leikskólum utanlands og innan, og þó að margir séu kallaðir en færri útvaldir, skortir ekki trú og áhuga, hreyfingu og líf. Islenzk leiklist stendur á tímamótum. Mikilvægum áfanga er náð, tími kot- ungsháttarins liðinn, og þarf væntanlega ekki lengur að kvarta yfir ónógu oln- bogarúmi, tímaskorti og lélegum ytri að- stæðum. En framtíð Þjóðleikhússins er þó óráðin í mörgu, og mikil ábyrgð og ærinn vandi hvílir á þeim mönnum sem þar eiga að hafa fomstu hin næstu ár; hinu verður ekki að óreyndu trúað að áhorfendur skorti eða þjóðin sýni leik- húsi sínu tómlæti. Það hlýtur að verða -meginstarf leikhússins að kynna íslend- ingum hið bezta úr leikrænum skáld- skap framandi þjóða, bæði sígild verk og nýtízk, „óðalsmerkja Fróni djásn og gull“. En íslenzkt þjóðleikhús þarfnast innlendra leikrita, ef það á ekki að kafna undir nafni, leiklistin getur ekki náð fullum þroska nema hún fái að glíma við þjóðleg viðfangsefni. Leikritin íslenzku em orðin furðumörg, þegar alls er gætt, en það mun sannast sagna að flest séu andvana fædd eða af miklum vanefnum gerð, og muni aðeins fá eiga líf fyrir höndum; þessi sorglega stað- reynd hlaut að koma manni í hug þegar leikhúsið var vígt. Á öðrum tug aldar- innar var mikil framsókn og gróandi í íslenzkri leikritun, en síðan afturför, á síðustu ámm hefur vart komið fram verk sem leikhæft má kalla, þar ríkir auðn og tóm. Er auðsætt að við svo búið má ekki lengur standa, skáldin verða framar öllu að gefa sig að samningu leikrita, enda er þar til frægðar að vinna. Leikritun er vafalaust erfitt starf og krefst mikils sjálfsaga, kunnáttu í dramatískri tækni og helzt nokkurrar þekkingar á starfi leikhúsa; þar em fáir smiðir í fyrsta sinn. Leikhúsið verð- ur að hlúa að skáldunum eftir fremstu getu, og er þó lýðum ljóst að ekki stoðar að sýna stórgölluð verk eða lítilsverfJ, með því er engum greiði gerður og sízt höfundunum sjálfum. En hægt er að kynna skáldunum starf leikhússins,veita þeim aðgang að æfingum, og fræðilegir ráðunautar þess og bókasafn geta orðið þeim að mörgu gagni. Lítið æfingasvið er í þjóðleikhúsinu, og það mætti ef til vill nota til kynningar nýrra leikrita sem nokkuð hefðu til síns ágætis, þótt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.