Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Page 146
136
TÍMARIT MÁlS OG MENNINGAR
ekki þætti fært að sýna þau á liinu stóra
sviði; en ekkert er eins lærdómsríkt
ttogum höfundum og að sjá verk sín og
iteyra, og kynnast þeim áhrifum sem
þau vekja hjá öðrum.
■ Hér verður leiksýninganna þriggja að-
ejns stuttlfga minnzt. Þar lögðu niargir
gjörva hönd að verki auk leikaranna
sjálfra, og ber fyrst og fremst að geta
leiktjaldamálarans og búningateiknar-
aus Lárusar Ingólfssönar, Ijósameistar-
ans enska William Buijdy, er sá um lýs-
ingu sviðsins á hinum fyrstu sýningum,
og loks Yngva Thorkelssonar leiksviðs-
stjóra, gagnmenntaðs leikhússmanns
sem að allra dómi hefur unnið merki-
legt og ágætt starf í liinni nýju stofnun.
Á vígslukvöldinu sjálfu var „Nýárs-
nóttin" sýnd, vinsælasti sjónleikur Ind-
riða Einarssonar, hins merka braut-
ryðjanda. „Nýársnóttin" er þjóðlegt
verk'og viðfeldið og eflaust allgott leik-
rit.á sinni tíð, en of miklum annmörkum
háð til þess að þola ágang áranna, helzti
langdregið og laust í reipum og skortir
um: of skáldleg tilþrif og veigamiklar
majunlýsingar; en ber ættjarðarást liöf-
undarins fagurt vitni. Indriði Waage
setti leikinn á svið af mikilli alúð og
nákvæmni, ög gaf honum þann glæsi-
lega búning sem Indriði Einarsson ætl-
aðist til og þráði; þar gaf að líta fagran
súlnasal og álfabörgir, skrautlegan
klæðnað, dans ungra meyja og sveina.
Leikcndurnir fóru vel með hlutverk sín
að fáum undanskildum, og sumir ágæt-
lega; Þóra Borg var Áslaug álfkona,
tígúleg, virðuleg og mild, en Indriði
Waage álfakóngurinn, hinn grimmlyndi
harðstjóri, og hefði mátt standa af hon-
um sterkari uggur, sópa meir að honum.
Af fólkinu á bænum er sérstök ástæða að
Nýársnóttin. Þóra Borg sem Aslaug álj-
kona; Rryndis Pétursdóttir sem Guðrún.
minnast á Arndísi Björnsdóttur, Hildi
Kalman og Val Gíslason, allt skemmti-
legar og fyndnar persónur og rammís-
lenzkar í bezta lagi, að ógleymdri Bryn-
dísi Pétursdóttur sem bjargaði hlutverki
Guðrúnar með æskuþokka sínum og
barnslegri alvöru. Alfreð Andrésson,
liinn margfrægi skopleikari, var flakkar-
inn Gvendur snemmbæri og allur liinn
kátlegasti sem vænta mátti, en tókst þó
ekki að vekja verúlegan hlátur í salnum,
og má af því ráða að lítil muni áhrif
„Nýársnæturinnar11 á leikhúsgesti okkar
daga.
Næst var sýndur „Fjalla-Eyvindur11
Jóhanns Sigurjónssonar, það verk sem
mestan hróður og frægð hefur hlotið ís-
lenzkra leikrita, enda fagurt skáldverk,
stórbrotið og þrungið ástríðu. En það
er tímabundið verk engu að síður, há-