Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 147
VÍGSLA ÞJÓÐLEIKHÚSSINS
137
Fjalla-Eyvindur. Róbert Arnfinnsson
sem Kári; Inga Þórðardóttir sem Halla.
fleyg rómantík skáldsins, spakmæli og
ljóðrænt andríki orka ekki á hugina
sem fyrrum, og vart munu skáldlegar
samræður hinna marghrjáðu útilegu-
þjófa um ástina hljóma eðlilega í eyrum
rnanna nú á tímum. — Nýir leikendur
fara með aðalhlutverkin að þessu sinni,
en leikstjórinn Haraldur Björnsson er
gamalkunnur hinu fræga leikriti og hef-
ur tvisvar áður sett það á svið við góðan
orðstír. Þessi sýning er vönduð og við-
hafnarmikil, rómantísk í sniðum og
hefðbundin sem vænta má, og í samræmi
við anda leiksins og ætlan skáldsins; þó
verður að undanskilja leikt jöldin í
þriðja þætti. Halla er tilkomumest allra
hlutverka í leikum Jóhanns Sigurjóns-
sonar, konan sem lifir fyrir ást sína eina,
fórnar henni lífi sínu og hamingju. Inga
Þórðardóttir leikur Höllu af skaphita og
skilningi og skeikar hvergi, en nær vent-
legum tilþrifum í þriðja þætti, sýnir á-
gæta vel hvernig grimmileg örlög og um
hverfi breyta og móta hina ungu, glæsi
legu konu. Sem vonlegt er tekst Róberl
Arnfinnssyni ekki að hrúa ósamræmið
sem er í fari Kára frá skáldsins hendi.
en hann er vasklegur maður og leikut
hans viðfeldinn allt frá upphafi, en bezt-
ur að lokum, þá er Kári berst gamall við
s'ultinn í hreysi sínu. Haraldur Björns-
son dregur upp sanna og mjög átakan-
lega mynd hins langþjáða og beisklynda
flækings Arnesar; látlaus en mjög
hnittilegur er Þorsteinn Ö. Stephensen
sem Bjöm, hinn harðdrægi og síngjarni
hreppstjóri. Og ekki má gleyma Frið-
finni Guðjónssyni, hinum bráðfyndna,
góðglaða smáhónda, hann sýnir enn að
nýju hve mikið er hægt að gera úr ör-
smáu hlutverki.
Athyglin beindist öðru fremur að
þriðju sýningu leikhússins, allir biðu
IsLANDSKLUKKAN. Brynjól/ur Jóhannes-
son sem Jón Hreggviðsson.