Tímarit Máls og menningar - 01.06.1950, Síða 150
f-------------------------\
UMSAGNIR UM BÆKUR
v_________________________)
Hannes Sigfússon:
Dymbilvaka
Reykjavík 1949.
Steinn Steinarr hefur sem einkunnar-
orð fyrir Tímanum og vatninu þessa
tilvitnun úr kvæði eftir Archibald Mac-
Leish: a poem should not mean but be,
eða lauslega þýtt: Kvæði á ekki að
merkja neitt, heldur vera. Fylgjendur
nútímastefnunnar gefa sjaldan svona
greið svör, þegar þeir eru spurðir,
hvers vegna verk þeirra séu svo myrk
og ótilkvæm almenningi. Svörin eru
nefnilega oft álíka torskilin og skáld-
skapurinn, en eftir því sem næst verður
farið telja þeir viðurkennd hugsanasam-
bönd ekki geta túlkað lífskennd nútíma-
mannsins, þau séu ekki fær um að ná
raunverulegu inntaki virkileikans. Þess
vegna hafi þeir snúið haki við „merk-
ingunni" og búið sér til nýtt táknmál,
sem á að leggjast dýpra. Andstæðing-
arnir lýsa þeim þannig í fyrirlitningar-
tón, að þeir tali við sjálfa sig á óskilj-
anlegu máli. Auðvitað er þessi skálda-
hópur sundurleitari en svo, að hann
verði afgreiddur með einum sleggju-
dómi, sjálfu orðinu skilningur hættir
meira að segja til að verða heldur
reikullar merkingar, þegar list er á
dagskrá. Því verður samt aldrei neitað,
að stefnan gefur leirskáldum og alls
kyns loddurum óvenjulegt tækjfæri til
að fela getuleysi sitt í dularfullum
orðareyk. Þess vegna hljóta flestir að
taka fálega eins óljósum verkum og
Dymbilvöku, sem þverbrýtur auk þess
allar bragreglur, svo mörgum „... sem
ekkert kann finst hann gæti búið þetta
til sjálfur — ef hann væri nógu
heimskur." Hinir sem vilja nálgast
verkið af meiri auðmýkt, geta ekki var-
izt því að spyrja, hvort þetta sé inni-
haldslaus grímuleikur eða ófölsuð
reynsla.
Það er fljótséð, að höfundurinn er
eitthvað á snærum manna eins og T. S.
Eliots, það vill jafnvel til hann fái
léðar lfnur frá þessum höfundi. Að
minnsta kosti er hendingin
Svona upp með þig það er glas
viðkvæði úr The Waste Land (A Game
of Chess)
Hurry up please it’s time.
Hrekklausa lesendur langar kannski
til að leita efnislausnar bak við ráð-
gátu Dymbilvöku, en ef leiðin til dýpra
„skilnings" liggur allar götur gegnum
Eliot eða fleiri slíka, þá er líklega
betur heima setið en af stað farið.
En af mörgum ástæðum daprast
manni fljótt trúin á að ný reynsla, sem
erfitt sé að tjá, neyði höfundinn til að
vera svona myrkan í máli og útsmog-
inn. Bókin her með sér það mikinn
skyldleika við eldri tregalýrik, hreim-
ur og málfæri flytja svo svipaða tilfinn-
ingu, að manni finnst stundum kveð-