Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 11
BJÖRN ÞORSTEINSSON: Gunnar Benediktsson Það var einhvern tíma laust fyrir 1930, þegar ég var að uppgötva veröldina í kring um mig og ásaka máttarvöldin fyrir að láta mig fæð- ast einmitt, þegar allir atburðir höfðu gerzt og engir áttu eftir að ger- ast, að tíðindi bárust austur í sveitir af ógurlega guðlausum klerki, sem byggi á Saurbæ eins og Hallgrímur Pétursson forðum. Þessi frétt ork- aði talsvert á hugmyndaflug mitt, því að hversdagsleikinn var svo yfir- þyrmandi í afskekktu hverfi austur í Holtum á þessum árum. Eg hafði heyrt getið um mörg og merkileg fyrirbæri: eldgos, styrjaldir, hafísa, útilegumenn og drauga, sem nú voru úr sögunni, en aldrei heyrt minnzt á guðlausan prest. Hann varð mér því allhugstæður um stund, og ég reyndi að komast að því, í hverju villa hans væri fólgin, en fólk var tregt til að fræða mig um slíkt. Ég komst þó á snoðir um, að hann leyfði sér að bera brigður á ritningarnar og að Kristur væri rétt feðr- aður. Þetta þóttu mér stórkostleg tíðindi, og í rauninni var hér um að ræða fyrsta stóratburðinn í lífi mínu, sem færði mér heim sanninn um, að skapanornirnar hefðu ekki af einskærri stríðni vakið mig til lífsins á ómerkilegu tímabili í lítilsverðu héraði. Mér var ekkert í nöp við prestinn, sem leyfði sér að vefengja faðerni frelsarans, og rosafréttin varð meðal margs annars til þess að gera mig blendinn í trúnni löngu innan við fermingaraldur. En það liðu mörg ár, þangað til mér varð ljóst, að guðlausi presturinn hafði alls ekki verið guðlaus og ekki held- ur búið á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, en hugmyndir æsku minnar um það, að hann væri skemmtilegur og hugkvæmur náungi hafa hlotið staðfestingu persónulegrar reynslu á síðustu árum. Nú er Gunnar Benediktsson orðinn sextugur, því að hann er í heim- inn borinn að Viðborði í Austur-Skaftafellssýslu 9. október 1892 og fyrir mörgum áratugum þjóðkunnur ræðumaður og rithöfundur. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.