Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 12
218 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR var'ð' stúdent írá menntaskólanum í Reykjavík 1917, kandídat í guð- fræði 1920, prestur til Grundarþinga í Eyjafirði sama ár, en sagði af sér prestskap 1931 og fluttist þá suður, og hefur síðan einkum fengizt við kennslu og ritstörf. En það er ekki ætlun mín að hrósa Gunnari Benediktssyni fyrir að verða sextugur í haust, því að í sannleika er það ekkert afrek, þegar menn hafa hlotið jafnsæmilega heilsu og hann og gætt hófs í hvívetna. Ég veit ekki einu sinni til þess, að liann hafi nokkru sinni gert minnstu tilraun til þess að spilla heilsu sinni með dýrum veigum, og upphaf hins sjöunda áratugs ævi sinnar leit hann öldungis alls gáður, en það er fágætt um menn á svo alvarlegum tíma- mótum. En að vera borinn í heim árið 1892, hljóta menntun í guð- fræði, hafa lifað tvær heimsstyrjaldir, fjórar heimskreppur með þeirri, sem nú geisar, einn Finnagaldur, fjölmargar byltingar, kvænzt tvívegis og gerzt þar að auki bindindismaður og halda þó allri andlegri heil- brigði sinni, það er afrek, sem fáir leika eftir Gunnari Benedikts- syni. Gunnar elst upp á einhverju helzta gróskuskeiði íslenzks þjóðfélags og er tuttugu og tveggja ára, þegar syndaflóð heimsstyrjaldarinnar fyrri skellur yfir. Hann kernur úr foreldra húsum haldinn kirkjulegum rétttrúnaði og setur sér á unga aldri að gerast kennimaður, en sá ásetn- ingur er ekki sprottinn af því, að hann ætli að „okra á jarðríki og éta þar smjör, en jórtra því síðan á hæðum“, heldur vill hann berjast fyrir því að umbreyta kirkjunni, „svo að hún standi ekki í vegi fyrir þroskun hins andlega lífs,“ eins og hann kemst að orði. í Játningum segir hann: „Þegar ég 21 árs er að leggja út á lífsbrautina með ákveðið mark fyrir augum . . ., þá virðast mér meinsemdir mannlífsins liggja í vanrækslu þess að ala börn upp í kristilegum anda og kristilegum bróðurkærleika.“ Þess vegna verður „allt samlíf milli heimilismanna, milli nábýla, milli sveita, milli þjóða, kalt og kærleikslaust. Til þess að bæta úr þessu tók ég þá ákvörðun að verða prestur og hafa áhrif á þekkingar- og tilfinn- ingalíf landa minna.“ Þessi stefnuskrá Gunnars er ekkert merkileg í sjálfu sér, því að margur tápmikill og gáfaður maður um tvítugt fær aðkenningu af því að vilja vera heiðarlegur og dugandisþjóðfélags- þegn og bæta heiminn, þótt réttlætiskennd hans sofni brátt og hann miði síðar þjóðfélagslegar umbætur við persónulegan gróða sinn. Þá verða réttlætiskröfur og hugsjónir æskuáranna einungis brek óþrosk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.