Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 28
234
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um morguninn. Þá tókst mér loksins að festa blund og svaf í rúman
klukkutíma. Klukkan níu var ég vakinn til brottfarar. Ég var nokkru
skárri, en þó veikur og útlit mitt svipaðra liðnu líki en ásýnd lifandi
manns. Ég klæddi mig samt í snatri, og klukkan hálftíu var ég kominn út
á flugvöll með konu minni. Ferðafélagarnir voru þar fyrir með skylduliði
sínu. Allir horfðu á mig og hugsuðu: Nú á Þórbergur skannnt eftir.
Kristinn E. Andrésson sagði, þegar ég kom heim: „Mér datt ekki annað
í hug en þú yrðir að leggjast á spítala, þegar þú kæmir til Kaupmanna-
hafnar.“ Ég var grútmáttlaus, vafraði einhvers staðai milli lífs og dauða
og leið mjög illa.
II
Þennan morgun, 20. september, var þykkt loft og vestlæg gola, ekki
skemmtilegt veður. Það er alltaf leiðinlegt veður á íslandi, þegar farið
er af stað og komið er heim. Klukkan um hálfellefu kvöddum við fólk-
ið með nokkrum trega, ég efins um að sjá það aftur hérnamegin grafar.
En hinir koma á eftir. Ég leit til baka um leið og ég livarf inn um dyrnar
á dárakistunni, og ég sá andlitið á Margréti.
Þegar klukkan var 37 mínútur gengin í ellefu, hóf Hekla sig til flugs
með Kínafarana innan láss og loku. Ég sat með blokkina og sjálfblek-
unginn tilbúin á hnénu og skrifaði samstundis: „Til flugs 1037“. Skerja-
fjörður varð ókennilegur, vegirnir eins og garnir, sem Morgunblaðið
hefur rakið úr prestum austan járntjalds, húsin eins og barnagull, líka
forsetabústaðurinn. Svo hvarf allt í dinnna þoku. Ég sá snöggvast
grisja í Kleifarvatn. Aftur gluggalaust myrkur.
Klukkan 12 mínútur yfir hálftólf vorum við komnir upp í sindrandi
sólskin. Fyrir neðan okkur lá þokuhafið endalaust eins og nýfallin
mjöll. Upp úr mjöllinni risu alls konar myndir: jökulbungur, ísiþaktir
tindar, fátæk kona undir háu fjalli, fótboltaspilari, asni á hlaupum
undan stórum hundi. Allt var á svimandi flugi. Myndirnar komu,
breyttust og hurfu hver af annarri. Jökulbungan varð að lúxusvillu, fá-
tæka konan undir háa fjallinu að virðulegri frú, fótboltaspilarinn að
gríðarstóru blótneyti, asninn að löngurn maraþonshlaupara. Svona
fæddust myndirnar, lifðu og dóu eins og í þróunarplani Skaparans. Það
sem tók miljónir ára hjá honum, gerðist hér á nokkrum augnablikum.
En máski eiga myndir hans sér ekki lengri aldur fyrir hans augliti.