Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 28
234 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR um morguninn. Þá tókst mér loksins að festa blund og svaf í rúman klukkutíma. Klukkan níu var ég vakinn til brottfarar. Ég var nokkru skárri, en þó veikur og útlit mitt svipaðra liðnu líki en ásýnd lifandi manns. Ég klæddi mig samt í snatri, og klukkan hálftíu var ég kominn út á flugvöll með konu minni. Ferðafélagarnir voru þar fyrir með skylduliði sínu. Allir horfðu á mig og hugsuðu: Nú á Þórbergur skannnt eftir. Kristinn E. Andrésson sagði, þegar ég kom heim: „Mér datt ekki annað í hug en þú yrðir að leggjast á spítala, þegar þú kæmir til Kaupmanna- hafnar.“ Ég var grútmáttlaus, vafraði einhvers staðai milli lífs og dauða og leið mjög illa. II Þennan morgun, 20. september, var þykkt loft og vestlæg gola, ekki skemmtilegt veður. Það er alltaf leiðinlegt veður á íslandi, þegar farið er af stað og komið er heim. Klukkan um hálfellefu kvöddum við fólk- ið með nokkrum trega, ég efins um að sjá það aftur hérnamegin grafar. En hinir koma á eftir. Ég leit til baka um leið og ég livarf inn um dyrnar á dárakistunni, og ég sá andlitið á Margréti. Þegar klukkan var 37 mínútur gengin í ellefu, hóf Hekla sig til flugs með Kínafarana innan láss og loku. Ég sat með blokkina og sjálfblek- unginn tilbúin á hnénu og skrifaði samstundis: „Til flugs 1037“. Skerja- fjörður varð ókennilegur, vegirnir eins og garnir, sem Morgunblaðið hefur rakið úr prestum austan járntjalds, húsin eins og barnagull, líka forsetabústaðurinn. Svo hvarf allt í dinnna þoku. Ég sá snöggvast grisja í Kleifarvatn. Aftur gluggalaust myrkur. Klukkan 12 mínútur yfir hálftólf vorum við komnir upp í sindrandi sólskin. Fyrir neðan okkur lá þokuhafið endalaust eins og nýfallin mjöll. Upp úr mjöllinni risu alls konar myndir: jökulbungur, ísiþaktir tindar, fátæk kona undir háu fjalli, fótboltaspilari, asni á hlaupum undan stórum hundi. Allt var á svimandi flugi. Myndirnar komu, breyttust og hurfu hver af annarri. Jökulbungan varð að lúxusvillu, fá- tæka konan undir háa fjallinu að virðulegri frú, fótboltaspilarinn að gríðarstóru blótneyti, asninn að löngurn maraþonshlaupara. Svona fæddust myndirnar, lifðu og dóu eins og í þróunarplani Skaparans. Það sem tók miljónir ára hjá honum, gerðist hér á nokkrum augnablikum. En máski eiga myndir hans sér ekki lengri aldur fyrir hans augliti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.