Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 31
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA 237 í sannleika París Norðurlanda. Danir hafa smartness og listræna hug- kvæmni, sem okkur vantar. Spássérandi með fram vötnunum hef ég ort kvæði og samdi jafnóðum lag við. En ekkert hefur Kristinn verið sólg- inn í að fá það í Tímaritið. Þó er það symbólskt og um Marshallhjálpina. Kvæðið er rímað. III Dagurinn eftir komu okkar til Kaupmannahafnar var drottinsdagur. Loft var alskýjað og dinnnt yfir, oftast rigning, hæg, ekki kalt. Þann dag héldum við kyrru fyrir í Höfn. Ég var boðinn í miðdegismat til Þórðar og Steinunnar og sat til þrjú. Þá tók ég línu 6 lijá Þríenglin- um og hélt heim á hótelið. Nú bættist Nanna í ðe deligeisjen. Hvernig ert þú á þig komin í eilífðarmálunum? hugsaði ég, þegar ég sá hana fyrst. Þetta er ekki kínversk kurteisi hugsaði ég og hugsaði: Hvernig eruð þér á yður komnar í eilífðarmálunum? Svona getur maður stund- um verið óuppdreginn í hjartanu. Danskur maður kom til okkar á hótelið samkvæmt beiðni. Hann hét H. Christiansen, glaður og indæll í viðmóti. Hann hafði ferðazt í nefnd til Kína í vor eða sumar og fræddi okkur um ýmislegt, sem okkur mátti að gagni verða. Hann sagði, að allir í nefndinni hefðu fengið kvef, þegar austur kom, vegna loftslagsbreytingar, en það hefði ekki verið neitt alvarlegt. Nú tók degi að halla og við að hugsa þungt til kvöldsins. Við vorum boðin í kínverska sendiráðið. Við höfðum séð, að Kínverjar eru siðað- ir bezt allra manna. Þetta vissum við reyndar áður en við komum á flugstöðina í Kastrup. Nú væri allur okkar nefndarheiður undir því kominn að standa okkur vel í mannasiðum. Við klæddum okkur upp á og skutum á ráðstefnu. Ekki að dingla fótunum! Ekki að hreyfa að óþörfu hendurnar! Ekki að ganga um gólf! Ekki að sitja með hnés- bótina ofan á hnénu! Ekki að sjúga upp í nefið! Ekki að bora upp í nasagötin á sér! Ekki að snýta sér gasalega! Ekki að ræskja sig hátt! Ekki að hósla nema með klút fyrir munni! Ekki að smjatta eða kjamsa á matnum! Ekki að sötra úr skeið eða bolla! Ekki að láta sér svelgjast á! Ekki að stinga upp í sig borðhnífnum! Ekki að láta fara niður á borð- dúkinn! Ekki að drekka svo mikið, að það sjái á manni! Ekki að tala
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.