Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 31
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA
237
í sannleika París Norðurlanda. Danir hafa smartness og listræna hug-
kvæmni, sem okkur vantar. Spássérandi með fram vötnunum hef ég ort
kvæði og samdi jafnóðum lag við. En ekkert hefur Kristinn verið sólg-
inn í að fá það í Tímaritið. Þó er það symbólskt og um Marshallhjálpina.
Kvæðið er rímað.
III
Dagurinn eftir komu okkar til Kaupmannahafnar var drottinsdagur.
Loft var alskýjað og dinnnt yfir, oftast rigning, hæg, ekki kalt. Þann
dag héldum við kyrru fyrir í Höfn. Ég var boðinn í miðdegismat til
Þórðar og Steinunnar og sat til þrjú. Þá tók ég línu 6 lijá Þríenglin-
um og hélt heim á hótelið. Nú bættist Nanna í ðe deligeisjen. Hvernig
ert þú á þig komin í eilífðarmálunum? hugsaði ég, þegar ég sá hana
fyrst. Þetta er ekki kínversk kurteisi hugsaði ég og hugsaði: Hvernig
eruð þér á yður komnar í eilífðarmálunum? Svona getur maður stund-
um verið óuppdreginn í hjartanu.
Danskur maður kom til okkar á hótelið samkvæmt beiðni. Hann hét
H. Christiansen, glaður og indæll í viðmóti. Hann hafði ferðazt í nefnd
til Kína í vor eða sumar og fræddi okkur um ýmislegt, sem okkur mátti
að gagni verða. Hann sagði, að allir í nefndinni hefðu fengið kvef,
þegar austur kom, vegna loftslagsbreytingar, en það hefði ekki verið
neitt alvarlegt.
Nú tók degi að halla og við að hugsa þungt til kvöldsins. Við vorum
boðin í kínverska sendiráðið. Við höfðum séð, að Kínverjar eru siðað-
ir bezt allra manna. Þetta vissum við reyndar áður en við komum á
flugstöðina í Kastrup. Nú væri allur okkar nefndarheiður undir því
kominn að standa okkur vel í mannasiðum. Við klæddum okkur upp á
og skutum á ráðstefnu. Ekki að dingla fótunum! Ekki að hreyfa að
óþörfu hendurnar! Ekki að ganga um gólf! Ekki að sitja með hnés-
bótina ofan á hnénu! Ekki að sjúga upp í nefið! Ekki að bora upp í
nasagötin á sér! Ekki að snýta sér gasalega! Ekki að ræskja sig hátt! Ekki
að hósla nema með klút fyrir munni! Ekki að smjatta eða kjamsa á
matnum! Ekki að sötra úr skeið eða bolla! Ekki að láta sér svelgjast á!
Ekki að stinga upp í sig borðhnífnum! Ekki að láta fara niður á borð-
dúkinn! Ekki að drekka svo mikið, að það sjái á manni! Ekki að tala