Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 33
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA
239
leitaði grandgæfilega um alla stofuna og fékk Sophonías, fundvísan
mann, í leit með mér. En teygjan fannst hvergi. Ég botnaði ekkert í
þessu. Ég hafði skilið báðar teygjurnar eftir á milliskyrtuermunum,
þegar ég háttaði á laugardagskvöldið. Teygjan á hægri erminni var þar
kyrr eins og venjulega, en hin var horfin, þvert á móti allri venju. Hvað
gat orðið af henni?
Hvað haldið þið að hafi skeð?
Þegar ég hef klætt mig úr milliskyrtunni á sunnudagskvöldið, sé ég
hvar teygjan hringar sig um vinstra handlegginn á mér stult fyrir ofan
úlnlið, utan yfir nærskyrtunni og lá þar lausleg. Þetta nóteraðist sem
kraftaverk af allri Kínanefndinni, líka af Isleifi.
I grennd við hótelið hafði dönsk ekkja átt stórt hús, sem hún bjó
í síðustu ár ævinnar. Hún var mikil vinkona okkar Margrétar. Hún
andaðist í fyrra haust, ekki sannfærð um annað líf.
IV
A mánudagsmorguninn, 22. september, klæddum við okkur um níu-
leytið og fórum í Privatbankann og tókum þar út þessar 200 krónur,
sem við höfðum fengið leyfi upp á heima. Við keyptum okkur sitthvað
smávegis til ferðarinnar og tókum frá fyrir skuld okkar við hótelið, og
ég skrapp í apótek og keypti mér nýjasta meðal gegn malaríu út á re-
sept, sem ég hafði upp á vasann úr Reykjavík, því að læknar höfðu
einnig gert ráð fyrir, að sá sjúkdómur gæti herjað á okkur í Kína. Nú
vantaði mig aðeins meðal við heilablóðfalli og hjartaslagi til þess að
vera garderaður. Að þessu loknu skruppum við í íslenzka sendiráðið
og fengum þar geymdan afganginn af dönsku peningunum. Síðan
flýttum við okkur á hótelið og átum þar miðdegismat.
Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt ókum við af stað til Kastrupflug-
vallarins, því að nú skyldi fljúga. Við tókum Nönnu í leiðinni við heim-
ili hennar úti á Amager.
Við komum að flugstöðinni, þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í
tvö. Þar voru Kínverjarnir okkar fyrir. Þeir ræddu við okkur um fjár-
málin og afhentu okkur peninga til fararinnar, því að hér eftir var
ferðalag okkar á kostnað kínverska ríkisins. Síðan kvöddu þeir okkur
með mikilli blíðu og velfarnaðaróskum. Svo þrömmuðum við upp stig-