Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Blaðsíða 33
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG HALDA 239 leitaði grandgæfilega um alla stofuna og fékk Sophonías, fundvísan mann, í leit með mér. En teygjan fannst hvergi. Ég botnaði ekkert í þessu. Ég hafði skilið báðar teygjurnar eftir á milliskyrtuermunum, þegar ég háttaði á laugardagskvöldið. Teygjan á hægri erminni var þar kyrr eins og venjulega, en hin var horfin, þvert á móti allri venju. Hvað gat orðið af henni? Hvað haldið þið að hafi skeð? Þegar ég hef klætt mig úr milliskyrtunni á sunnudagskvöldið, sé ég hvar teygjan hringar sig um vinstra handlegginn á mér stult fyrir ofan úlnlið, utan yfir nærskyrtunni og lá þar lausleg. Þetta nóteraðist sem kraftaverk af allri Kínanefndinni, líka af Isleifi. I grennd við hótelið hafði dönsk ekkja átt stórt hús, sem hún bjó í síðustu ár ævinnar. Hún var mikil vinkona okkar Margrétar. Hún andaðist í fyrra haust, ekki sannfærð um annað líf. IV A mánudagsmorguninn, 22. september, klæddum við okkur um níu- leytið og fórum í Privatbankann og tókum þar út þessar 200 krónur, sem við höfðum fengið leyfi upp á heima. Við keyptum okkur sitthvað smávegis til ferðarinnar og tókum frá fyrir skuld okkar við hótelið, og ég skrapp í apótek og keypti mér nýjasta meðal gegn malaríu út á re- sept, sem ég hafði upp á vasann úr Reykjavík, því að læknar höfðu einnig gert ráð fyrir, að sá sjúkdómur gæti herjað á okkur í Kína. Nú vantaði mig aðeins meðal við heilablóðfalli og hjartaslagi til þess að vera garderaður. Að þessu loknu skruppum við í íslenzka sendiráðið og fengum þar geymdan afganginn af dönsku peningunum. Síðan flýttum við okkur á hótelið og átum þar miðdegismat. Klukkan tuttugu mínútur yfir eitt ókum við af stað til Kastrupflug- vallarins, því að nú skyldi fljúga. Við tókum Nönnu í leiðinni við heim- ili hennar úti á Amager. Við komum að flugstöðinni, þegar klukkuna vantaði 20 mínútur í tvö. Þar voru Kínverjarnir okkar fyrir. Þeir ræddu við okkur um fjár- málin og afhentu okkur peninga til fararinnar, því að hér eftir var ferðalag okkar á kostnað kínverska ríkisins. Síðan kvöddu þeir okkur með mikilli blíðu og velfarnaðaróskum. Svo þrömmuðum við upp stig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.