Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 36
242
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
rússnesku flugvélarnar séu mjög sterkar. Og flugmennirnlr, þeir sem
viö sáum, höfðu andlit, sem maður treysti fullkomlega.
Ein óvænt nýjung hressti hér upp á okkur í fyrsta sinn austan járn-
tjalds. Þar eru farþegarnir ekki látnir girða sig beltum, þegar vélarnar
hefja sig til flugs eða setjast. Þær taka flugið einart og formálalaust,
eins og engin hætta sé í vændum, og lúka fluginu eins og engu sé að
kvíða. Þetta losar farþegana við þann hvimleiða grun, að flug sé háska-
legt fyrirtæki.
Þegar við hófum okkur á loft beltislaus af flugvellinum í Helsinkí,
rifjaðist upp fyrir mér frétt af flugslysi fyrir utan London, sem ég heyrði
í útvarpi eða las í blaði í sumar. Allir farþegarnir í vélinni hefðu beðið
bana, nema sá eini, sem ekki var gyrtur belti. Ég legg skiljanlega engan
dóm á það, hvort hann hefur sloppið við dauðann af þeim sökum. En
um hitt er sjón sögu ríkari, að rússneskir flugfræðingar telja flugþegum
ekki betur horgið með þessum hræðibeltum, sem þeir eru gyrtir með
vestan járntjalds.
Allan þorra leiðarinnar milli Helsinkí og Leningrað flugum við í
skýjum, svo að ekki sá til jarðar fyrr en síðustu 23 mínúturnar. En af
því landi, sem þá greindi, er ekkert merkilegt að segja. Það var eins og
víðast hvar annars staðar á norðanverðu meginlandi Evrópu: akrar,
skógar, þorp og gras á flatlendi. Ég hafði þó gaman af að sjá úr lofti
Ladogavatnið, sem varð lífi Leningraðbúa mikill bjargvættur, á meðan
arisku „ofurmennin“ sátu um að slátra borgarbúum.
Ég hafði kompásinn spenntan um úlnliðinn og hæðarmælinn liggj-
andi hjá sæti mínu í vélinni eins og endranær á flugi. Það rís gegn
einhverju í hugskotsholi mínu að ferðast eins og skynlaus skepna, sem
ekkert mælir og aldrei setur nokkur mið. Páll Ragnars sjómælingameist-
ari hafði einhverntíma sagt mér, að í Eystrasalti — hann tiltók nánar
staðinn — vísaði kompásnálin í hánorður. Eftir það færi henni að halla
til austurs, þegar haldið væri á þann bóginn. Ég reyndi að hafa hlið-
sjón af þessari misvísun, þegar ég miðaði áttir með kompásnum austan
Finnlands. Ég renndi samt blint í sjóinn með það, hversu misvísunin
væri mikil á hverjum stað, taldi þó sennilegt, að ekki munaði mörgum
stigum á verkunum segulpólsins og ágizkunum mínum. Stefnu kompás-
nálarinnar bar ég líka nokkrum sinnum saman við göngu sólar og átt-
ina til pólstjörnunnar. Annars er flugþegum í rússneskum flugvélum