Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 39
TIL AUSTURHEIMS VIL ÉG IIALDA 245 „Parlez vous frangais?44 og gat heldur ekki meira. Skúli rétti upp þrjá fingur frannni fyrir afgreiðslustúlkunni og sagði: „Píva!“ Það er rúss- neskt nafn á bjór, sem Skúli hafði, góðu heilli, lært af Rússlandsfara úti á Islandi. „Píva,“ endurtók stúlkan með bjartri röddu, vék sér hurt og kom aftur með þrjár bjórflöskur og þrjú drykkjarglös og setti á horðið fyr- ir framan okkur, spennti svo tappana af flöskunum og sagði svo eitt- hvað, sem hefur víst þýtt: Gerið þið svo vel! Síðan gekk hún burtu, en við upphófum lal saman um framtíð mannkynsins og drukkum pívað. Austan járntjalds orkar andrúmsloftið þannig á mann, að maður missir áhugann á hinu liðnu. Þar snúa allir þankar fram. Gestirnir sáu, að við vorum útlendingar, og þeir hafa áreiðanlega verið að hugsa: Hverrar þjóðar skyldu þessir vera? Einn gekk til okk- ar alvarlegur á svip og spurði: „Americans?“ Við hristum höfuð vor og gáfum frá okkur, þó með snert af skömm í huganum, hljóðið Island. Þá birti yfir ásýnd spyrjandans, og hann gekk burtu. Helvíli sluppum við þarna vel við Keflavík, hugsaði ég. En við sluppum ekki alls staðar við hana austan járntjalds. Að hafa léð land sitt til að drepa fólk, sem tekur manni vingjarnlega, það lýstur mann anzi einkennilegri tilfinn- ingu, þegar maður er staddur meðal þessa fólks. Reyndu að hugsa þér, að þú sért gestur í hýbýlum herra Bjarna Benediktssonar utanríkisráð- herra og sitjir þar í góðu yfirlæti, en heima í húsi þínu biðu náungar, sem þú hefur léð vistarverur til þess að svipta hann lífi. Hvernig myndi þér vera innanbrjósts í hýbýlum utanríkisráðherrans? Fyrir hinni hærri samvizku er það engu lélegri glæpur að Ijá land sitt til að drepa hundruð þúsundir manna en að láta af hendi herbergi í því skyni að ráða niður- lögum eins manns. Máski ert þú fávís maður og trúir því, að þetta sé gert í góðum tilgangi. En fávísi réttlætir engan glæp, því að fávizkan er rót allra glæpa. Þannig hugsaði ég á kránni í Moskva. Svo setti ég í mig karlmennsku og rétti upp þrjá fingur fyrir framan afgreiðslustúlkuna og sagði: „Vodka!“ „Vodka,“ anzaði stúlkan með sömu björtu röddinni og kom með vodkaflösku og þrjú staup og setti þau á borðið og hellti þau full úr flöskunni. Austan járntjalds voru öll glös helt full, ekki hálffull eins og vestan tjaldsins. Einn maður gerðist þarna ölvaður og hóf upp alþjóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.