Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 42
248 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR í Síberíu, og eftir hér um bil hálftíma flug vorum við komin lítið eitt upp fyrir 2500 metra. Ég hafði hlakkað til að sjá Úralfjöllin úr lofti, en ég greindi ekkert nema þoku og næturmyrkur, sem nú var dottið á. Við rorruðum í sætum okkar í djúpri dul og spurn. Félagar mínir eru að reyna að gera sig syfjulega í framan. Sumir þeirra hafa sveigt stól- hökin aftur og liggj a næstum upp við dogg. En þeim gengur ver að sofa en embættismanni kommúnistanna í Peking. Ég stend upp og lít á landabréf, sem Sophonías er að skoða. Svo geng ég til Jóhannesar, sem hefur gefizt upp við svefninn og segi við hann nokkur hressandi orð um mófuglinn og lítinn dreng undir háu fjalli. Svo munda ég til hægri hendi í loftinu og segi: „Upp, upp, upp! Fram, fram, fram! Út, út, út!“ Jóhannes tekur þessu manndómslega og hlær. Að því búnu sezt ég í sæti mitt og glotti svolítið innan í sjálfum mér og lít á hæðarmælinn. Hann er ennþá fyrir ofan 2500. Skúli kemur til mín og spyr: „Hvað er mælirinn hátt núna?“ „Hann er á 2540 metrum,“ svara ég. Hann snýr aftur í sæti sitt. Það er ágætlega lesbjart i flugvélinni, ljós uppi í loftinu og ljós yfir hverju sæti. En það er þreytandi að lesa á flugi. Fyrir utan gluggana er þoka og svartamyrkur, týrurnar á vængjunum eins og pínulitlir ljósálfar, sem hlaupa með okkur úli við sjóndeildarhring. Klukkustund- irnar drattast áfram eins og kýr kvöldsins undir grænu fjalli. Klukkan verður átta — níu — tíu -— ellefu — hálftólf. Þá lít ég á hæðarmælinn. Guði sé lof! Fjöðrin er byrjuð að falla, fellur hægt, en jafnt og þétt. Þá hljótum við að vera farnir að nálgast Omsk, hugsa ég. Rússnesku flugmennirnir höfðu þann sið að byrja að lækka flugið all-löngu áður en þeir settust og lækkuðu sig hægt og hægt. Einhverjir í ði deligeisjen sögðu, að það væri betra fyrir eyrun. Skúli gengur ennþá til mín og spyr: „Hvað er mælirinn hátt núna?“ Ég svara: „Hann er farinn að lækka. Hann er á 2010 metrum og lækkar jafnt og þétt. Við hljótum að vera komnir í námunda við Omsk.“ „Já, ég fann þetta á eyrunum á mér,“ svarar Skúli og víkur aftur í sæti sitt. Rétt á eftir kemur ísleifur og spyr: „Hvað er mælirinn hár?“ Ég lít aftur á hann: „Á 1950 metrum. Við erum að nálgast Omsk.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.