Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 44
250 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mér virtist ekki hár og skógi vaxinn. Austan undir honum var lítið þorps- korn. Þar ríkti djúpur friður. Nú kemur þar sögu, að ég verð þess var, að nálin á hæðarmælinum tekur að falla og fellur jafnt og þétt, en ég vissi, að ennþá var langur vegur til næturstaðar. Hefur nokkuð komið fyrir? hugsaði ég. A að nauðlenda? Það líður dálítil stund. Nálin heldur áfram að falla. Ég lít á kompásinn. Stefnan er söm, og urrið í flugvélinni virðist óbreytt, þeg- ar ég hef rennt niður munnvatninu. En nálin heldur áfram að falla. Hvað? Loks kvisaðist það í flugvélinni, að við eigum að koma við í bæ, sem heiti Krasnojarsk, og þar vorum við setztir á flugvöll eftir stutta stund. Þá var klukkan 3 mínútur yfir hálfsjö og komið myrkur, því að hér voru öll himintungl lengra gengin til vesturs en okkar klukkur vísuðu til. Hér var okkur borið te og smákökur á flugstöðinni og flogið klukkan 8 mínútur yfir hálfátta. Nú var strikið tekið nær suðri og stefnt á gististaðinn, borgina ír- kútsk í Austur-Síberíu. Þetta var fagurt kvöld, stafalogn í lofti og heið- ur himinn með stórum stjörnum og rauðum mána niðri undir sjón- deildarhring. En hvað þetta var líkt og í Suðursveit seint í ágústmán- uði. Máninn hallaðist aðeins meira á bakið. Ég horfði lengi út um gluggann við sæti mitt. Ég varð andlegur. Litlu fyrir klukkan tíu tekur vélin að lækka flugið, úr 2575 metrum niður í 2525, og klukkan 29 mínútur gengin í ellefu setjumst við á flugvöllinn í írkútsk, rétt fyrir framan flugvallarhótelið. Hér var líka heiðskírt loft og logn og fremur hlýtt í veðri. Ég leit eftir pólstjörnunni. Við fórum inn á flugvallarhótelið og settumst litlu síðar að mat og fórum svo að hátta. IX Daginn eftir vorum við um kyrrt í Irkútsk. Sá dagur leið yfir með fögru veðri, heiðríku lofti, logni, sól og hlýju. Maður kom til okkar frá Intourist, sem gat talað ensku. Hann fór með okkur skoðunarferð um bæinn. Við námum staðar á nokkrum stöðum, fórum út úr bílnum og lituðumst um. Irkútsk stendur á sléttu sunnarlega í Síberíu, rétt norðan við 51. breiddarbaug og snertikipp fyrir vestan Bajkalvatnið. Það er stór bær með breiðum götum og mörgum timburhúsum, og fellur fljót allhreitt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.