Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 61
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM 267 sé aldrei hægt að ákvarða eðli skáldskapar. Það er svo margt hægt að segja um skáldskap hvað upp á móti öðru, og allt rétt. Maður gæti orð- ið ærður í öllum þeim orðaflaumi. Efnið er of sleipt, það skreppur úr greip manns. Ef til vill er aðeins hægt að tala um skáldskap í negasjón- um. A) Vanlielgun íslenzkrar Ijóðhefðar. Hin gamla skáldskaparhefð, stuðlar, rím, er ungum skáldum ef til vill meira umhugsunarefni en þeir sem fjargviðrast mest út af van- helgun þeirra á íslenzkri ljóðlist vilja vera láta. Og einkanlega er þeim óleyst viðfangsefni hvort — og að hve miklu leyti — beri að hafna þessari hefð, eins og kemur meðal annars í ljós af því að flest nota þau að einhverju leyti hið gamla form. Andúð þeirra á því er ekki eintóm léttúð og virðingarleysi. Gæti ekki frekar verið að þessi andúð sé sprottin af alvöru og virðingu fyrir skáldskapnum? Ég hef séð þess getið um finnska Ijóðlist að hið hefðbundna fastmótaða form hennar hafi svo mjög verið orðið skáldunum fjötur um fót í upphafi þessarar aldar að lá við borð kyrking ljóðsins. Sama má segja um franska ljóð- list á fyrri hluta 19. aldar. Þegar svo er komið verður náttúrlega form- bylting. Þegar formið er storknað, hlýtur alltaf að verða bylting eða að öðrum kosti dauði. Þetta liggur svo í augum uppi að ekki ætti að þurfa að eyða mörgum orðum að því. Mönnum standa til boða ótal dæmi þess í öllum listgreinum frá öllum tímum. I íslenzkum bókmennt- um eru dróttkvæðin og rímurnar beztu dæmin um storknað form. ís- lenzk ljóðhefð hefur að vísu aldrei verið eins þröng og þrælbundin og sú finnska mun hafa verið orðin, og íslenzkar bragreglur eru að mörgu leyti frjálsari og skynsamlegri — ef hægt er að tala um skynsemi í þess- um efnum — en franskar bragreglur, og ég viðurkenni það glaður að við höfum átt nokkra ágæta endurnýjara innan takmarka þessarar hefð- ar seinasta mannsaldur. En við höfum ekki þessi þrjátíu ár borið okkar hlut úr býtum í hinum ævintýralegu landvinningum evrópskrar ljóð- listar, né heldur hefur íslenzk ljóðlist haldið til jafns við íslenzka skáld- sögu á þessu tímabili. Ef til vill er hér aðeins enn ein sönnun þess að „ísland á sinn eigin tíma“ sem ekki þarf að vera sama og „ísland er alltaf aftur úr,“ en sjálfsagt getur síðari setningin oft staðizt. Þróun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.