Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 66
272
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
afsökunar ef ég hef snúið út úr fyrir honum eða lesið úr máli hans ann-
að en til var ætlazt. Eg hef reynt að gera það ekki. Hafi ég samt gert
það, óviljandi, ætti það að minna menn á að þeir verða líka að reyna
að orða hugsanir sínar nákvæmlega þegar þeir skrifa um skáldskap,
jafnvel um nútímaskáldskap.
*
Vandamál íslenzks nútímaskáldskapar verða varla rædd af fullum
heiðarleik án þess að taka afstöðu til skoðana prófessors Sigurðar Nor-
dals. — Arið 1924 hefur líkast til ekki verið heppilegur tími til að
greina hvað fram undan var í íslenzkum bókmenntum. Það má segja
að bókmenntir okkar hafi þá verið á milli vita þó að fyrstu tákn nýs
tímabils væru þá þegar komin í ljós. Þá var meira að segja engin furða
að menn ályktuðu að „hin mikla arjleijð 19. aldar [væri] að Icoma
stöðvun á [NorðuráIfu-]ðóÁme/ín<iV7íar,“ eins og Sigurður Nordal
skrifaði þá, einmitt í hinni merkilegu ritgerð Samhengið í íslenzkum
bókmenntum. Við viturn nú að því fer víðs fjarri að arfleifð 19. aldar
hafi komið stöðvun á bókmenntirnar eftir 1920, hvorki íslenzkar né
erlendar.
Þessi sýndarstöðvun hefur sjálfsagt verið ein aðalorsökin til varkárni
og íhaldssemi Sigurðar Nordals um þetta leyti. Honum mun hafa verið
mest áhugamál að „varðveita verðmæti“, eins og hann segir. Þessi
íhaldssemi nær hámarki í niðurlagi þessarar ritgerðar um samhengið,
nokkurs konar hvatning og dagskipun til íslenzkra skálda: ,,lslendingar
eiga að sœkja sér sinji hlut aj þessum auði [andlegrar menningar 20.
aldar], láta hann hlíta skorðum tungu sinnar og braga, byltast í gljújr-
um dróttkvœða og hringhenda . . .“ Ég býst við að flestum muni nú
þykja fulllangt gengið í lokin, þó að framhaldið sé meira að okkar
skapi: „Þeir eiga að skýra jrá dýpslu rökum þessarar aldar á orðjáu,
lwjsömu og karlmanidegu sögumáli. Þœr bókmenntir verða langlíjast-
ar, er móta hið víðtœkasta ejni í sem þröngvast jorm.“ Síðari máls-
greinin þarf athugunar við.
Sigurði Nordal er svo mikið í mun að halda fram þeirri kenningu
sinni að þröngt form hafi verið lífselixír íslenzkra hókmennta að hann
setur eddukvæði skör lægra en dróttkvæði í þessari grein. ,,I éddu-
kvœðum [segir hann] er arnságur aj innblœstri en minna hirt um dýra