Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 67
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM
273
háttu, enda nvyndi ejnið ekki þola þœr skorður. Því hlutu þau að end-
ast illa.“ Nei, það eru einmitt eddukvæðin sem hafa „enzt“ vel, og ís-
lenzkur skáldskapur liefur, held ég, aldrei náð meir hæð en í þeim. Nú
vita náttúrlega allir að Sigurður Nordal hefur síðar tekið aðra, víð-
sýnni og væntanlega réttlátari afstöðu til eddukvæða og dróttkvæða.1
En hér kemur fram mjög athyglisverð skoðun, sem er því merkilegri
sem hún virðist hafa sloppið inn í greinina í hálfgildings trássi við
höfundinn. Það er sú skoðun að stórfenglegt efni þoli ekki þröngar
skorður. („. . . enda myndi efnið ekki þola þær skorður.“). Þetta er
reyndar umdeilt atriði og varla nógu vel rannsakað.2 Oft er talað um
að efnið sprengi formið. En reyndar eru fleiri hliðar á málinu, t. d.
þykist ég vita að flest skáld sem yrkja óbundin ljóð kannist við þá til-
finningu að rímið dragi athyglina frá efninu, eða eiginlega frá Ijóðinu
sjálfu. Hitt vita líka allir að margt sem hægt er að túlka í óbundnu
ljóði er vart hægt að túlka í bundnu ljóði. Tökum Þorp Jóns úr Vör
sem dæmi. Getur nokkur hugsað sér það rímað? Möguleikinn er ekki
til, það væri breyting á verkinu í höfuðatriðum.
Ég vona að íslenzkum skáldum verði virt til vorkunnar þó að þau
taki sér nú fremur til fyrirmyndar skáld eddukvæða en hirðskáld, ein-
mitt á okkar tímum sem líka eru tímar „nýrra og sterkra menningar-
áhrifa“ og vandamála sem gera það að verkum að minna er hirt um
dýra háttu, já geta stundum gert allt form hlægilegt, jafnvel allt mál;
og þá tilfinningu held ég einmitt að höfundar eddukvæða hljóti að hafa
þekkt, og væri það reyndar ekki eina hliðstæðan með íslenzkum forn-
skáldskap og skáldskap nútímans. Ef sagt yrði síðar um ljóð 20. aldar:
„Þau hlutu að endast illa“ í sama skilningi og þetta var sagt um eddu-
kvæði 1924 þá mættu skáldin vel við una. Ef til vill má segja: Ef þið
ætlið ykkur ekki annað og meira en varðveita verðmæti takið ykkur
þá dróttkvæðin til fyrirmyndar, ef þið ætlið að skapa verðmæti, eddu-
kvæðin (ekki samt sem stælendur, það þarf ekki að taka fram).
Það getur verið að þau skáld sem afnema stuðlasetningu í ljóðum
sínum eigi öll hrakyrði skilin, en samt skulum við ekki kenna þeim
1 Islenzk menning I, kaflarnir HeiSinn dómur og Hirðskáld.
2 Þess má geta til gamans að sú athugun hefur verið gerð um Racine að rím
hans sé yfirleitt fátæklegt, en þegar hann skrifar hin léttari leikrit sín þá bregð-
ur svo við að hann vandar mjög til rímsins.
Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1952 18