Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 67
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM 273 háttu, enda nvyndi ejnið ekki þola þœr skorður. Því hlutu þau að end- ast illa.“ Nei, það eru einmitt eddukvæðin sem hafa „enzt“ vel, og ís- lenzkur skáldskapur liefur, held ég, aldrei náð meir hæð en í þeim. Nú vita náttúrlega allir að Sigurður Nordal hefur síðar tekið aðra, víð- sýnni og væntanlega réttlátari afstöðu til eddukvæða og dróttkvæða.1 En hér kemur fram mjög athyglisverð skoðun, sem er því merkilegri sem hún virðist hafa sloppið inn í greinina í hálfgildings trássi við höfundinn. Það er sú skoðun að stórfenglegt efni þoli ekki þröngar skorður. („. . . enda myndi efnið ekki þola þær skorður.“). Þetta er reyndar umdeilt atriði og varla nógu vel rannsakað.2 Oft er talað um að efnið sprengi formið. En reyndar eru fleiri hliðar á málinu, t. d. þykist ég vita að flest skáld sem yrkja óbundin ljóð kannist við þá til- finningu að rímið dragi athyglina frá efninu, eða eiginlega frá Ijóðinu sjálfu. Hitt vita líka allir að margt sem hægt er að túlka í óbundnu ljóði er vart hægt að túlka í bundnu ljóði. Tökum Þorp Jóns úr Vör sem dæmi. Getur nokkur hugsað sér það rímað? Möguleikinn er ekki til, það væri breyting á verkinu í höfuðatriðum. Ég vona að íslenzkum skáldum verði virt til vorkunnar þó að þau taki sér nú fremur til fyrirmyndar skáld eddukvæða en hirðskáld, ein- mitt á okkar tímum sem líka eru tímar „nýrra og sterkra menningar- áhrifa“ og vandamála sem gera það að verkum að minna er hirt um dýra háttu, já geta stundum gert allt form hlægilegt, jafnvel allt mál; og þá tilfinningu held ég einmitt að höfundar eddukvæða hljóti að hafa þekkt, og væri það reyndar ekki eina hliðstæðan með íslenzkum forn- skáldskap og skáldskap nútímans. Ef sagt yrði síðar um ljóð 20. aldar: „Þau hlutu að endast illa“ í sama skilningi og þetta var sagt um eddu- kvæði 1924 þá mættu skáldin vel við una. Ef til vill má segja: Ef þið ætlið ykkur ekki annað og meira en varðveita verðmæti takið ykkur þá dróttkvæðin til fyrirmyndar, ef þið ætlið að skapa verðmæti, eddu- kvæðin (ekki samt sem stælendur, það þarf ekki að taka fram). Það getur verið að þau skáld sem afnema stuðlasetningu í ljóðum sínum eigi öll hrakyrði skilin, en samt skulum við ekki kenna þeim 1 Islenzk menning I, kaflarnir HeiSinn dómur og Hirðskáld. 2 Þess má geta til gamans að sú athugun hefur verið gerð um Racine að rím hans sé yfirleitt fátæklegt, en þegar hann skrifar hin léttari leikrit sín þá bregð- ur svo við að hann vandar mjög til rímsins. Tímarit Máls og menningar, 3. h. 1952 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.