Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 69
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM 275 Engum hefur verið Ijósara en prófessor Sigurði Nordal að „and- spyrna og íhaldssemi skapa aldrei miklar hókmenntir.“ Málefni það sem hann ræðir í Samhengi íslenzkra bókmennta er í rauninni gordíons- hnútur, og eins og ég hef þegar getið, það er málefni sem ung íslenzk skáld munu nú velta mjög fyrir sér. En við munum að minnsta kosti aldrei eignast aðra gullöld bókmennta ef við erum ekki alþjóðlegir. ís- lenzkar bókmenntir geta ekki verið pukur út í horni heldur verða þær að vera fullgildur aðili, með skyldum og áhættum, að menningarheild heimsins. Eða, eins og próf. Sigurður Nordal segir: Ef íslenzkar bókmenntir eiga sér nokkura framtíS, verður hún í hönd- um þeirra manna, sem þora bœð'i að sökkva sér ofan í erlenda menn- ingu og vinza miskunnarlaust úr henni með sjálfstœðri hugsun og sam- anburði við íslenzkt eðli og reynslu.1 Allt verður til af andstæðum: íslenzkur kuldi og suðrænn hiti, eða ef menn vilja heldur: suðrænn kuldi og íslenzkur hiti. Ég hef þá trú á íslenzkum bókmenntum að ég held þær þoli bæði strangt form og veikt: Bezta sönnun þess er einmitt dróttkvæði og eddu- kvæði, en þó er mikil freisting að spyrja hvort það hefur ekki einmitt oft verið merki um „lægðir“ þegar sterkt forrn hefur drottnað. ¥ Vinur minn einn, sem ann mjög íslenzkum skáldskap að fornu og nýju, hefur stundum látið í ljós við mig ótta um að slík kaflaskil yrðu í íslenzkum bókmenntum ef næsta kynslóð tæki við hinum nýju ljóð- formum, að hin eldri ljóðlist glataðist fólkinu. (Það má reyndar segja að þetta sé skylt skoðunum próf. Sigurðar Nordals.) Segjum að þessi skoðun hafi við nokkuð að styðjast. Þrátt fyrir það er það trú mín að skilin yrðu ekki algerðari í hugum almennings milli ljóðlistar síðari hluta 20. aldar og þeirrar 19. en milli ljóðlistar 19. aldar og okkar fornu ljóðlistar. Um leið og almenningur tók við 19. aldar ljóðinu hafnaði hann að nokkru leyti hinu forna Ijóði. íslenzk bókmenntahefð væri þá ekki sterkt afl ef hún þyldi ekki formbreytingar. Purpurakápan væri létt ef hún væri ekkert annað en stuðlanna þrískipta grein, enda mun sonnetta Jóns Helgasonar illa lesin ef maður heldur að hjarta hans hafi hitnað og brunnið aðeins vegna stuðlanna. Ég held að hið nýja 1 Vaka 1928.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.