Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 77
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM 283 rauninni mjög auðveld. Þau krefjast ekki aðeins vinnu listamannsins heldur einnig þess sem nýtur. Listaverk er samvinna þess sem skapar og hins sem nýtur, eða réttara sagt, njótandinn fremur einnig skapandi starf. Jafnvel Jónas Hallgrímsson er ekki allur þar sem hann er séður. Við krefjumst aðeins af ykkur hleypidómaleysis og opins hugar. Og þá mun ykkur ef til vill stundum verða erfiðið launað. D) Hvað er skáldskapur? Eru nútímaljóð skáldskapur? Eg veit ekki hvað er eðli skáldskaparins. Stundum finnst mér ég vita hvað er ekki eðli hans og hlutverk. Dr. Björn Sigfússon talar um „að njóta með hrageyranu“, og virðist leggja mikla áherzlu á þá hlið skáldskaparnautnar. Það held ég sé ekki hin sanna skáldskaparnautn. Sannast að segja held ég að meiri lítils- virðing verði skáldskapnum ekki sýnd en að telja það höfuðhlutverk hans að rugga hlustartólunum. Það er sama og draga hann í duftið. Því miður virðist sá skilningur of útbreiddur. Vegna þess að hrynjandi og rím hafa lengi verið tíðkuð af skáldum okkar hefur fólk leiðzt út í að telja það aðaleinkenni skáldskapar. Lítið víðari skilningur kemur fram hjá Geir Kristjánssyni er hann segir: „Það sem gerir kvœði að kvœði er hljómfallið, rythminn [en ekki stuðlar, höfuðstafir eða endarím út af fyrir sig]. Eini mœlikvarðinn á kvœði er að hœgt sé að slá það á trumbu."1 Nei, það er ekki eini mælikvarðinn, það er meira að segja mjög ófullkominn mælikvarði. Rythmi er að vísu oft einn þáttur, og stundum ekki lítilvægur þáttur, í góðu ljóði, en einnig stíll (því að í ljóðum er líka stíll), mál — alveg eins og í prósa — og loks —- framar öllu að því er mér virðist, og það sem ég held skipti enn meira máli í ljóði en t. d. skáldsögu — hvert var mikilvægi ljóðsins fyrir skáldið, var það skrifað af bráðum lífsháska ellegar þá af fullum fögnuði lífsins: hvaða einlægur sannleikur lá að baki og hversu nálægt þeim sannleika kemst skáldið með þeim ófull- komnu tækjum sem því er látið í té? Raunar finnst mér ég hafi eytt of mörgum orðum hér að framan að 1 Gandur 1. árg., 1. tölubl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.