Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 77
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM
283
rauninni mjög auðveld. Þau krefjast ekki aðeins vinnu listamannsins
heldur einnig þess sem nýtur. Listaverk er samvinna þess sem skapar og
hins sem nýtur, eða réttara sagt, njótandinn fremur einnig skapandi
starf. Jafnvel Jónas Hallgrímsson er ekki allur þar sem hann er séður.
Við krefjumst aðeins af ykkur hleypidómaleysis og opins hugar. Og
þá mun ykkur ef til vill stundum verða erfiðið launað.
D) Hvað er skáldskapur?
Eru nútímaljóð skáldskapur?
Eg veit ekki hvað er eðli skáldskaparins. Stundum finnst mér ég vita
hvað er ekki eðli hans og hlutverk.
Dr. Björn Sigfússon talar um „að njóta með hrageyranu“, og virðist
leggja mikla áherzlu á þá hlið skáldskaparnautnar. Það held ég sé ekki
hin sanna skáldskaparnautn. Sannast að segja held ég að meiri lítils-
virðing verði skáldskapnum ekki sýnd en að telja það höfuðhlutverk
hans að rugga hlustartólunum. Það er sama og draga hann í duftið.
Því miður virðist sá skilningur of útbreiddur. Vegna þess að hrynjandi
og rím hafa lengi verið tíðkuð af skáldum okkar hefur fólk leiðzt út í að
telja það aðaleinkenni skáldskapar. Lítið víðari skilningur kemur fram
hjá Geir Kristjánssyni er hann segir: „Það sem gerir kvœði að kvœði
er hljómfallið, rythminn [en ekki stuðlar, höfuðstafir eða endarím út
af fyrir sig]. Eini mœlikvarðinn á kvœði er að hœgt sé að slá það á
trumbu."1 Nei, það er ekki eini mælikvarðinn, það er meira að segja
mjög ófullkominn mælikvarði.
Rythmi er að vísu oft einn þáttur, og stundum ekki lítilvægur þáttur,
í góðu ljóði, en einnig stíll (því að í ljóðum er líka stíll), mál — alveg
eins og í prósa — og loks —- framar öllu að því er mér virðist, og það
sem ég held skipti enn meira máli í ljóði en t. d. skáldsögu — hvert var
mikilvægi ljóðsins fyrir skáldið, var það skrifað af bráðum lífsháska
ellegar þá af fullum fögnuði lífsins: hvaða einlægur sannleikur lá að
baki og hversu nálægt þeim sannleika kemst skáldið með þeim ófull-
komnu tækjum sem því er látið í té?
Raunar finnst mér ég hafi eytt of mörgum orðum hér að framan að
1 Gandur 1. árg., 1. tölubl.