Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 81
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM
287
eða einfalda heldur að sýna. Þetta er reyndar orsök þess hve nútíma-
skáldskapur er oft myrkur — en ekki fordild eða löngun til að hafa
eðlisgreint fólk að fíflum. Það fer auðvitað ekki hjá því að sumar þess-
ara ofdirfskufullu tilrauna hafa misheppnazt. Brautryðjendaverk í bók-
menntum úreldast oft fyrr en verk eftirkomenda. En ég held varla að
19. öldin hafi átt stærri skáld en okkar öld. Aðeins má ekki gleyma því
að skáld 20. aldar eiga sér annað takmark en skáld 19. aldar. Samfelld
harmonisk sköpun eru nútímaljóð yfirleitt ekki, það er rétt. Enginn
Virgill, enginn Dante. En það er ekki hægt að áfellast nútímaskáld fyr-
ir það. Þeirra hlutverk var ekki hlutverk Virgils eða Dantes. Þeir létu
hina Gömlu skipan lönd og leið og leituðu Ævintýrsins, svo notuð séu
orð Apollinaires.
Það má samt ekki gleyma því þegar talað er um nútímastefnu í skáld-
skap að sú stefna er ekki stefna á sama hátt og t. d. rómantíska stefnan.
Það væri kannski nær að tala um hana sem viðleitni sem beinist að
sömu markmiðum í ýmsum höfuðatriðum. Aðferðir nútímaskálda eiga
miklu minna sameiginlegt en aðferð rómantísku skáldanna eða symból-
ista. Þá er einnig munur eftir þjóðerni. Enskur nútímaskáldskapur er
miklu nær því að vera harmonisk sköpun, ber miklu minni einkenni
ópsins, en franskur nútímaskáldskapur. Skáldin hafa aldrei verið sjálf-
stæðari en nú þrátt fyrir alla ismana. Meðal annars þess vegna er oft
svo erfitt fyrir almenning að meta nútímaskáldskap: hann er svo marg-
víslegur að á hann verður ekki notaður neinn fyrirfram gerður mæli-
kvarði.
Bein túlkun sannrar reynslu, það er nútímaskáldskapur, það er þetta
lítt tempraða óp. Vantraust á formi, vantraust á máli, vantraust á orð-
um, krafan um að skáldið hafi svo að segja lifað hvert orð áður en það
er sett á pappírinn: það er vinnuaðferðin. Á 19. öld höfðu mörg skáld
mjög ólíka vinnuaðferð, þess var varla krafizt að þau hugsuðu það sem
þau skrifuðu, nú er þess krafizt að skáld lifi það sem það skrifar; líf og
skáldskapur eru eitt.
¥
Tómasi Guðmundssyni skáldi kvað hafa orðið tíðrætt um það á
stúdentafundinum um skáldskap á dögunum að Jiað sem í dag er kall-
að nútímaljóð á íslandi sé ekki nútímaljóð með öðrum þjóðum, sem