Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 83
TIL VARNAR SKÁLDSKAPNUM
289
Verum óhræddir að notfæra okkur surrealisma osfrv þó við heyrum í
Sjálfstæðishúsinu að hann sé dauður. Ismar virðast varla vera hættulegir
íslenzkum bókmenntum, og reyndar tel ég það að mörgu leyti mikinn
kost hvað þær hafa verið frábitnar því að mynda skóla. Að minnsta
kosti aldrei tekið skólana mjög alvarlega.
Annars held ég að þetta ofnæmi á báða bóga fyrir bókmenntatízku
sé á einhverjum misskilningi byggt; á sköpunarstundum verks held ég
höfundar hugsi sízt um tízkuna, það yrði þá varla mjög gott verk. Oft-
ast eru það bókmenntafræðingarnir sem búa til ismana á eftir og halda
að þeir komist eitthvað nær listaverki með því að líma á það vöru-
merki einhvers isma.
*
Um gagnrýni má segja að hún kemur þeim sem gagnrýndur er sízt
að notum. Eins og Rilke segir, ef ég man rétt, er hún þegar bezt lœtur
byggð á misskilningi. Einstaka sinnum getur verið að hún forði mönn-
um frá að halda áfram á þeirri braut sem þeir eru ekki hæfir til (því
til eru ung skáld sem taka mark á gagnrýni), en þá á hún sjálfsagt á
samvizkunni að hafa drepið kjarkinn í upprennandi snillingum að
jafnmiklu marki. Ung skáld ættu að finna hvöt í andstöðu staðnaðra
gagnrýnenda, en jafnvel sú andstaða er engin trygging frekar en hólið.
Hvorki níð né hól getur verið þeim nein leiðbeining; þau standa ein
á sköpunarstundinni og geta og mega ekki vænta neinnar hjálpar.
¥
Það þykir nú orðið de bon ton að bera ungum íslenzkum skáldum á
brýn eliotsku, en þar á reyndar við að þeir tala mest um Ólaf kóng sem
hvorki hafa séð hann né heyrt og finnst mér ekki ómaksins vert að
eyða orðum að því sérstaklega. Ég þykist vita að hugmyndakerfi Eliots
sé dæmt til að farast. En oft finnst mér að okkar tíð hafi fengið ná-
kvæmlega sitt form hjá honum. Stundum er talað mjög óvirðulega um
aðferð Eliots, menn kalla hana „samsetningarþrautir“ og því um líkt. En
þessi aðferð: samband við og tilvitnun til allra bókmennta og allrar
sögu, held ég sé ekki jafn forkastanleg og af er látið. Þetta samband,
þessi eining er alstaðar í bókmenntunum, að vísu í misjafnlega ríkum
mæli og nær misjafnlega langt í tíma og rúmi. Stundum vita skáldin
Timarit Máls og menningar, 3. h. 1952 19