Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 90
296 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lientar. Og þó er ekki nema upphafið að vita hvar leita skal, hitt er meira um vert að geta steypt úr þessu margvíslega og sundurleita efni þá heild sem raun er á orðin: lifandi, litauðugt og hnitmiðað mál sem lesandinn trúir á, mál sem livorki er stílbrot við tímasetningu sögunnar né annarleg eða tyrfin stæling í augum nútímamanns. En hvað nú um persónur sögunnar og viðburði? Því er ekki að leyna að mynd Gerplu af söguhetjunum er býsna fjarlæg þeirri sem forn- sögur draga upp, atburðum lýst og rök þeirra túlkuð með næsta ólík- um hætti, svo að margoft verður úr hrein andhverfa Islendingasagna, hetjurnar og dáðir þeirra sýndar í spéspegli. En rökvís sköpunarmáttur höfundar bilar ekki í þessari bók fremur en fyrr: persónurnar lifa og hrærast, verða sannar og skiljanlegar, örlög þeirra rökrétt afleiðing þess ástands og atvika sem þau eru sprottin úr. Halldór Laxness hefur sjálfur bent á að persónur og atburðir Islendingasagna eru fremur í ætt við myndlist en við raunvísindi og rökfræði; höfundar íslendinga- sagna velja fremur þá orsök sem fer vel í mynd heldur en þá sem rök- rétt er að skilningi okkar tíniá, þeir vissu „að það sem fer vel í mynd fer vel í sögu“. En í skáldsögu sem samin er nú er þessu farið á annan veg. Við heimtum rökstuðning, höfundurinn verður að sannfæra okkur um að atburðir sögunnar hafi gerzt einmitt með þeim hætti og af þeim orsökum sem hann hefur skapað sér. Þetta verður líka í Gerplu, en þar gerist fleira: höfundurinn dregur upp ógleymanlegar myndir, einstakar persónur og athurði, sem við sjáum svo skýrt að okkur finnst við geta gengið í kringum fólkið og skoðað það frá öllum hliðum, eins og Þor- móður Bessason skoðaði Þorgeir Hávarsson á bæjarhlaðinu á Reykja- hólum í morgunsárinu. Halldór Laxness veit líka hvað vel fer í mynd. Slík atriði mætti lengi telja: Þorgeir Hávarsson og Butraldi að flóa- drápi í skálanum á Hornströndum; förunautar Þorgeirs og Gils Más- sonar undir hvalskjaftinum norðanvert; Olafur hinn digri í sal Knúts Sveinssonar; dætur Þormóðar vekja hann í Ögri, en fyrir dyrum úti er höfuð Þorgeirs; Ólafur hinn digri að kroppa dýrlingshausa austur í Kænugarði; Þormóður og Ólafur konungur undir hörginum á Stiklar- stöðum nóttina undan dauðanum. Hver og einn getur aukið við þessa þulu eftir vild sinni. Hverjar eru þá þessar söguhetjur sem Gerpla leiðir fram á sjónar- sviðið? Við skulum aðeins nefna þá sem í fremstu röð standa, þá fóst-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.