Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 94
300 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR sízt skyldi. í bandaríska tímaritinu Colliers, í okt. síðastl. skrifa tveir blaðantenn á þessa lund: „Um alla Vesturevrópu hafa menn, sem eru ekki kommúnistar, veitzt að Bandaríkjunum með orðum, sem vekja furðu, skelfingu og ugg bjá hverj- um Ameríkumanni, sem á hlýðir ... Mestur er þessi hávaði meðal þeirra þriggja þjóða, sem vér böfum hjálpað mest — á Bretlandi, Frakklandi og Vesturþvzka- landi.“ Á þeim sjö árum sem liðin eru síðan heimsstyrjöldinni lauk hafa Banda- ríkin átt þess kost að sanna forustuhæfileika sína í auðvaldsheiminum. Marshall- „hjálpin“ var efnahagslegur grundvöllur þessa forustuhlutverks. Ifún gerði hvort- tveggja: afstýrði um stund yfirvofandi framleiðslukreppu heima í Bandaríkjunum og veitti þeim slíka vígstöðu í efnahagskerfi annarra auðvaldslanda og nýlendum þeirra, að stappar nærri fullkominni fjárhagsánauð meðal þeirra ríkja, sem urðu að þiggja. En Marshallhjálpin var ekki rétt og slétt efnahagsaðstoð. Henni var fyrst og fremst ætlað það hlutverk að húa í haginn fyrir hemaðarhandalag það, sem kennt er við Atlanzhafið, afla Bandaríkjunum herstöðva og víghreiðra víðs- vegar um hnöttinn og króa inni ríki sósíalismans og alþýðuveldanna. I sama mund var Kórea valin sem tilraunastöð, þar sem Bandaríkin gátu sannprófað hernaðar- mátt sinn og forustuhæfni í stríði nálægt landamærum tveggja stórvelda alþýð- unnar, Kína og Ráðstjórnarríkjanna. Árangurinn af sjö ára forustu Bandaríkjanna í auðvaldsheiminum má orða í fám orðum: Marshallhjálpinni lýkur með yfirvofandi efnahagskreppu, sem læsir hrömmunum um allan lieim auðvaldsins. Þverbrestir Atlanzhafshandalagsins verða berari með hverjum degi sem líður, víghúnaðaráætlanir þess fá ekki staðizt og Vesturevrópa er þessa stundina þess alls ómegnug að leggja út í stórstyrjöld. Kóreustríðið er orðið að alheimshneyksli, frá livaða sjónarmiði sem á það er litið, frá hernaðarlegu sjónarmiði er það blátt áfram Bandaríkjunum hneisa og skömm. Slíkur er árangur handarískrar heimsforustu í lok ársins 1952. Bandaríski hlaðamaðurinn Walter Lippmann hefur fyrir nokkrum mánuðum túlkað hag Bandaríkjanna á þessa lund: „Og þannig verðum vér að læra að lifa í heimi, sem fyrri reynsla vor hefur ekki húið oss undir — að lifa í heimi, þar sem andstæðingar vorir eru meiri að vexti en vér. Hagur vor er mjög ískyggilegur. Svæði vestrænna áhrifa í heiminum skreppur saman.“ (Washington Post, 11. sept. 1952.) Frá sínu bandaríska sjónarmiði hefur Lippmann staðfest skoðanir Stalíns, sem getið var um í upphafi þessa máls. Hinn borgaralegi heimiir hefur þegar minnkað um fjórðung að flatarmáli og um þriðjung að mannafla. I þessum þrönga heimi, sem logar í uppreisnum nýlenduþjóða Suðausturasíu og nú síðast Afríku, reyna hin gömlu stórveldi að sjá hag sínum borgið, hítast þegar um jötuna, en enginn er þar harðari á stalli en Bandaríkin, þessi ofvaxni jötunn vestursins. Þess sjást þegar mörg merki á lofti, að andstæðurnar milli Bandaríkjanna annars vegar og hinna minni stórvelda, Bretlands, Frakklands, Japans og Vesturþýzkalands hinsvegar, eru að verða æ stríðari. Á undanförnum árum hefur ekki borið svo mjög á þess- um andstæðum á yfirborðinu. Meðan atvinnulíf þessara stórvelda var að skríða saman, meðan þau urðu að þiggja sitt náðarhrauð af Bandaríkjunum á eftirstríðs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.