Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Page 100
306
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
til hins ýtrasta að sknldbinda sig ekki um of við slíkt liernaðarbandalag á megin-
landinu þar sem Bandaríkin mundtt hafa þar tögl og hagldir.
Varnarbandalag Evrópu sviptir ríki þess í raun og veru með öllu fullveldi þeirra
og sjálfstæði. Þjóðaherir þeirra komast undir vald og stjórn Bandaríkjantanna,
því að sanikv. 4. gr. samningsins skal Evrópuherinn lúta æðstu herstjórn Atlanz-
hafsbandalagsins, sem er í höndum Ridgeways hins bandaríska. Hann hefur æðsta
úrskurðarvald um dvöl og niðurskipan herfylkja þeirra, er Evrópuhandalagið hef-
ui á að skipa. Löggjafarþing þeirra ríkja, sem í varnarbandalaginu eru, missa úr
höndum sér allt f járveitingarvald og ákvörðunarrétt annan varðandi Evrópuherinn,
því að um þau mál fjalla eingöngu stjórnarstofnanir „Evrópusamfélagsins“. En
hitt er þó öllu ískyggilegra, að Þýzkalandi eru í sáttmálanum tryggð sérréttindi.
Fyrir að láta varnarbandalaginu í té 12 herfylki fær Vestur-Þýzkaland leyfi til að
liafa vélbúinn her, sjóflota og flugflota auk fjölmennrar herbúinnar lögreglu. Ilinn
forni þýzki hernaðarmáttur rís því upp aftur í öllu sínu veldi eins og fleygur örn
úi ösku sinni.
Sáttmálinn um varnarbandalag Evrópu löghelgaði hervæðingu Vestur-Þýzka-
lands og endurreisti þýzka herveldið. En liinn 26. maí undirritaði Adenauer kanzl-
ari Vestur-Þýzkalands annan sáttmála — Allsherjarsáttmálann svonefnda, en að
honum standa stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Með þessum
sáttmála vom síðustu leifar Potsdamsamkonmlagsins rifnar í tætlur, því að alls-
herjarsáttmálinn á að vera „friðarsáttmáli" vesturveldanna við Vestur-Þýzkaland.
Ilonum er ætlað að halda uppi klofningu þýzka ríkisins, koma í veg fyrir, að
Þýzkaland fái að sameinast í eitt ríki nema með borgarastyrjöld og heimsstrfði.
I orði gerir allsherjarsáttmálinn ráð fyrir því, að Vestur-Þýzkalandi veitist full-
veldi í innanlands- og utanlandsmálum, en það er hvorttveggja helber blekking. í
fyrsta lagi er kveðið svo á, að Vesturveldin skuli fara með umboð Vestur-Þýzka-
lands í samskiptum þess við önnur ríki, er það fái ekki gert það sjálft. í annan
stað skulu vesturveldin hafa heri í landinu fram yfir næstu aldamót! Þau mega
hafa þar eins mikinn her og þeim þurfa þykir, þau mega hafa heri sína livar sem
þau lystir, þau mega lýsa yfir hernaðarástandi í þeim héruðum, er herir þeirra
dveljast í og koma þannig á hernaðareinræði ef þeim býður svo við að horfa, og
þau halda öllum sínum fomu réttindum „varðandi Þýzkaland sem heild, þar í fal-
ið sameiningu Þýzkalands og friðargerð."
Það má því með sanni segja, að vel sé um hnútana búið af bálfu Vesturveld-
anna. Hið eina frelsi, sem Vestur-Þýzkalandi er veitt með allsherjarsáttmálanum
er frelsi til að vígbúast — undir velviljuðu eftirliti Bandaríkjanna. Sáttmálinn varð
einnig til þess að veita dæmdum stríðsglæpamönnum, hershöfðingjum og iðju-
höldum, svo sem Alfred Krupp, lausn úr fangelsi, svo að þeir megi taka upp sína
fyrri iðju. Samningurinn frá 26. maí 1952 er hvorki allsherjarsáttmáli né friðar-
sáttmáli. Hann er sérsáttmáli við illvígustu afturhaldsklíku þýzku hernðarstefn-
unnar og stríðssáttmáli í orðsins fyllstu merkingu.
Bandaríkin virðast vera flestum ríkjum sáttmálasjúkari. Þau eru á sífelldum
þönum um allar jarðir að gera bandalög og samninga við alla mögulega og ómögu-