Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 100
306 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR til hins ýtrasta að sknldbinda sig ekki um of við slíkt liernaðarbandalag á megin- landinu þar sem Bandaríkin mundtt hafa þar tögl og hagldir. Varnarbandalag Evrópu sviptir ríki þess í raun og veru með öllu fullveldi þeirra og sjálfstæði. Þjóðaherir þeirra komast undir vald og stjórn Bandaríkjantanna, því að sanikv. 4. gr. samningsins skal Evrópuherinn lúta æðstu herstjórn Atlanz- hafsbandalagsins, sem er í höndum Ridgeways hins bandaríska. Hann hefur æðsta úrskurðarvald um dvöl og niðurskipan herfylkja þeirra, er Evrópuhandalagið hef- ui á að skipa. Löggjafarþing þeirra ríkja, sem í varnarbandalaginu eru, missa úr höndum sér allt f járveitingarvald og ákvörðunarrétt annan varðandi Evrópuherinn, því að um þau mál fjalla eingöngu stjórnarstofnanir „Evrópusamfélagsins“. En hitt er þó öllu ískyggilegra, að Þýzkalandi eru í sáttmálanum tryggð sérréttindi. Fyrir að láta varnarbandalaginu í té 12 herfylki fær Vestur-Þýzkaland leyfi til að liafa vélbúinn her, sjóflota og flugflota auk fjölmennrar herbúinnar lögreglu. Ilinn forni þýzki hernaðarmáttur rís því upp aftur í öllu sínu veldi eins og fleygur örn úi ösku sinni. Sáttmálinn um varnarbandalag Evrópu löghelgaði hervæðingu Vestur-Þýzka- lands og endurreisti þýzka herveldið. En liinn 26. maí undirritaði Adenauer kanzl- ari Vestur-Þýzkalands annan sáttmála — Allsherjarsáttmálann svonefnda, en að honum standa stórveldin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Með þessum sáttmála vom síðustu leifar Potsdamsamkonmlagsins rifnar í tætlur, því að alls- herjarsáttmálinn á að vera „friðarsáttmáli" vesturveldanna við Vestur-Þýzkaland. Ilonum er ætlað að halda uppi klofningu þýzka ríkisins, koma í veg fyrir, að Þýzkaland fái að sameinast í eitt ríki nema með borgarastyrjöld og heimsstrfði. I orði gerir allsherjarsáttmálinn ráð fyrir því, að Vestur-Þýzkalandi veitist full- veldi í innanlands- og utanlandsmálum, en það er hvorttveggja helber blekking. í fyrsta lagi er kveðið svo á, að Vesturveldin skuli fara með umboð Vestur-Þýzka- lands í samskiptum þess við önnur ríki, er það fái ekki gert það sjálft. í annan stað skulu vesturveldin hafa heri í landinu fram yfir næstu aldamót! Þau mega hafa þar eins mikinn her og þeim þurfa þykir, þau mega hafa heri sína livar sem þau lystir, þau mega lýsa yfir hernaðarástandi í þeim héruðum, er herir þeirra dveljast í og koma þannig á hernaðareinræði ef þeim býður svo við að horfa, og þau halda öllum sínum fomu réttindum „varðandi Þýzkaland sem heild, þar í fal- ið sameiningu Þýzkalands og friðargerð." Það má því með sanni segja, að vel sé um hnútana búið af bálfu Vesturveld- anna. Hið eina frelsi, sem Vestur-Þýzkalandi er veitt með allsherjarsáttmálanum er frelsi til að vígbúast — undir velviljuðu eftirliti Bandaríkjanna. Sáttmálinn varð einnig til þess að veita dæmdum stríðsglæpamönnum, hershöfðingjum og iðju- höldum, svo sem Alfred Krupp, lausn úr fangelsi, svo að þeir megi taka upp sína fyrri iðju. Samningurinn frá 26. maí 1952 er hvorki allsherjarsáttmáli né friðar- sáttmáli. Hann er sérsáttmáli við illvígustu afturhaldsklíku þýzku hernðarstefn- unnar og stríðssáttmáli í orðsins fyllstu merkingu. Bandaríkin virðast vera flestum ríkjum sáttmálasjúkari. Þau eru á sífelldum þönum um allar jarðir að gera bandalög og samninga við alla mögulega og ómögu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.