Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 103
/------------------------^
ERLENDTÍMARIT
>»— ____________________/
Kin alþjóðlegu friðarverðlaun Stalíns
árið 1951 voru veitt Kúó Mó-Jó (Kína),
rithöfundi, varaforseta Kínverska al-
þýðulýðveldisins, Pietro Nenni (Italíu),
Irvó Oyama (Japan), frú Monicu Felton
(Bretlandi), frú Önnu Seghers (Þýzka
alþýðulýðveldinu) og Jorge Amado
(Brasilíu). I dómnefndinni voru rússn-
eski prófessorinn Dmitri Skóbeltsyn,
franska skáldið og rithöfundurinn Ara-
gon, enski vísindamaðurinn John Bern-
al, Pablo Neruda, pólskur prófessor Jan
Dembovsky, rúmenski rithöfundurinn
Mihail Sadoveanu og rússnesku rithöf-
undarnir Erenburg og Fadejev.
Ilér verða lítillega kynntir tveir þess-
ara verðlaunahafa, Anna Seghers, sem
er reyndar íslenzkum lesendum ekki með
öllu ókunn, og Jorge Amado, en eftir
liann mun þegar hafa verið þýdd ein
skáldsaga á íslenzku þó hún sé enn óút-
gefin.
Anna Seghers
Anna Seghers skrifaði fyrstu skáld-
sögu sína 1929, 28 ára að aldri, eftir að
hafa stundað nám í austrænum tungum,
lista- og menningarsögu. Tvær skáldsög-
ur í viðhót birtust næstu ár, en eftir það
heyrðist rödd liennar ekki meir í Þýzka-
landi. Ásamt 250 rithöfundum þýzkum
kaus hún frekar útlegðina en stjórn
Hitlers. Á stríðsárunum dvaldist hún í
Mexikó. Hún er meðlimur listaakademíu
Austur-Þýzkalands. Nýjasta skáldsaga
Önnu Seghers, Die Toten bleiben jung,
fjallar um Þýzkaland 1918—1945. Hún
hlýtur hvarvetna lof og þykir gefa sanna
mynd og skýringu hinnar hörmulegu þró-
unar þýzku þjóðarinnar þessi ár. Fransk
ur gagnrýnandi álítur þessa bók eina af
þrem heztu bókum Evrópu síðustu ára
— hinar tvær telur hann vera Storminn
eftir Erenburg og Kommúnistana eftir
Aragon.
Hér verða birt brot úr nýlegri grein
eftir Önnu Seghers þar sem hún skýrir
frá starfi rithöfunda í Þýzka alþýðulýð-
veldinu, sem beita sér að því að grafa
fyrir rætur nazismans, gagnstætt því sem
á sér stað í Þýzkalandi Adenauers.
„Hvað hefur þú gert í þágu friðarins.
Sovétrithöfundur hafði verið spurður að
því hvort rithöfundar í landi hans væru
frjálsir. „/ Sovétríkjunum,“ svaraði
hann, „er ríthöfundurinn ábyrgur gagn-
varl sama afli og sérhver góður rithöf-
undur í heiminum: samvizku sinni.“
Þessi spuming: Hvað hefur þú gert í
þágu friðarins er lögð fyrir alla rithöf-
unda heimsins. Alstaðar er svar lista-
mannsins þýðingarmikið, en í löndum
eins og okkar landi, þar sem það nær
strax ekki aðeins til nokkurra þúsunda,
heldur til tugþúsunda lesenda, hefur það
að auki bein áhrif. Simonov hefur sagt:
„Möguleikinn á að ná til milljóna les-
enda setur hverjum rithöfundi sem gerir
sér grein fyrir ábyrgð sinni ný skilyrði
sem aldrei hafa verið til áður ...“
Starf rithöfundar í þágu friðarins er
ekki aðeins falið í því að skrifa undir á-