Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 107
UMSAGNIR UM BÆKUR Rit Gunnars Gunnarssonar ÚtgáfufélagiS Landnáma, Reykjavík. Það er mál manna, að þetta misseri sé merkistími í íslenzkum bókmenntum. Flest stórmenni okkar í skáldmenntinni eru á ferðinni með ný verk og endurút- gáfur eldri verka. Utgáfufélagið Landnáma hefur nýlega sent frá sér XII. og XIII. bindi heildarút- gáfunnar af ritum Gunnars Gunnarsson- ar. Eru það 2. útgáfa Heiðaharms og framhald hans, kallað Sálumessa, en þær bækur eru upphaf sagnabálks, er höf- undur nefnir Urðarfjötur og kennir sennilega við örlaganornina fremur en örnefni í sögunum. Þessarar heildarút- gáfu hefur ekki verið getið að ráði hér í Tímaritinu áður, og er því ekki úr vegi að fara fám orðum um heildarsnið henn- ar. Höfundur hefur ritað eftirmála við flest bindin, sem út eru komin, og er að þeim mikill fengur. I Útgáfan hófst 1941 með Skipum lieið- ríkjunnar sem fyrsta bindi. Næst komu Nótt og draumur (1942) og Oreyndur ferðalangur (1943). Þessum þrem sög- um hefur verið gefið samheitið Kirkjan á fjallinu. Frumsamdar voru þær á dönsku, eins og flestar bækur Gunnars til 1940, en Gyldendal gaf þær út. Is- lenzku þýðinguna gerði Halldór Kiljan Laxness, snilldarverk út af fyrir sig. — Skip heiðríkjunnar voru upphaflega tvær sögur, sem urðu til, að höfundarins sögn, sumrin 1923 og 1925, Leikur að stráum og Skip heiðríkjunnar. Annað bindi útgáfunnar, Nótt og draumur, kom fyrst út 1926, en frumút- gáfa (danska útgáfan) III. bindis kom út í tveim hlutum 1927 og 1928 undir heitunum Oreyndur jerðalangur og Hug- leikur mjögsiglandi. Allar þessar þrjár bækur eru sjálfsævisaga Ugga Greips- sonar, urn bemsku hans og uppvöxt í skjóli blóma og skáldskapar og loks ut- anför til að sigra heiminn — með góðum árangri. Telja menn, að þama sé höf- undurinn að segja sögu sjálfs sín, en hann hefur borið á móti því. Hinu getur enginn neitað, að skáldverk sem Kirkjan á fjallinu hlýtur alltaf að endurspegla persónulega reynslu höfundarins meira og minna, og má vera vandséð, hvað telja beri blutlæga ævisögu höfundarins. Borgarœttin, vinsælasta og útbreidd- asta verk Gunnars, kom út í IV. bindi þessarar útgáfu 1944. Borgarættin er fólksaga, sem kom út í fjórum hlutum (Ormarr 0rlygsson, Den danske Frue paa Ilof, Gæst den enpjede, Den unge 0rn) hjá Gyldendal í Kaupmannahöfn 1912—14. Þetta er saga um stórmennið og höfðingjann Ormar og varmennið séra Ketil, sem að lokum snýr af vegi villunnar og bætir fyrir það, sem fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.