Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 110
316
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sett orðalag eldri útgáfunnar, ásamt
ívitnun í blaðsíðu:
Það er margt, sem manninn bindur við
tún og toríu. 9. (Það er margt, sem
manninn bindur við sveit sína. 7.)
En sveitin Þrídalir átti sér víðari lend-
ur. Þegar dölunum sleppti voru með
ströndum fram uppgripajarðir eigi allfá-
ar með moksturstekjum af sjó og sölva-
f jöru, en áttu sér að baki víði vaxin f jöll
og firnindi. Þá var og enn ótalin Heiðin:
fjallabyggðin inn af sjálfri sveitinni, —
mestmegnis kotræflar, dreifðir milli
kaldbakaðra grjóta, þar sem dalirnir
grynnkuðu og að síðustu hurfu í hálend-
ið eða flöttust út í breiðar flóa- og sand-
flesjar milli hraunaldna og hamrahlíða.
17. (Og þegar dölunum sleppti, voru með
ströndum fram uppgripajarðir eigi all-
fáar með moksturstekjum af sjó og saltri
f jöru, en áttu sér víði vaxin f jöll að baki.
Og þá var enn ótalin Heiðin, fjalla-
byggðin inn af sjálfri sveitinni, þar sem
dalirnir grynnkuðu og að síðustu hurfu
í hálendið eða flöttust út í breiðar flóa-
og sandflesjur milli hraunaldna og há-
gangna. 14—15.)
Ekki er auðsæ bót að breytingunni á
33. bls.: ... sólin skein rakleitt framan í
hana. (... sólin skein beint inn á hana.
30.)
Þorbjörn stokkroðnaði. Húsfreyja
klappaði honum á kinnina, — það var
ekki sízt vegna þess, hvað hann var geð-
stór, að hún hafði bundið ástfóstri við
þennan vandalausa pilt, sem tók sér
nærri rangsleitni og harðýðgi í hvaða
mynd sem var, og þoldi illa ræfilshátt.
Osanngirni var hægt að líða mönnum
eins og föður hennar — og lítillega Þor-
birni. Að minnsta kosti faðir hennar var
ekki sanngjarnari við sjálfan sig en aðra,
— eða svo leit hún á. 289—290. (Þor-
björn stokkroðnaði. Bjargföst klappaði
honum á kinnina. Það var einmitt skap-
ið, sem olli því, að hún batt ástfóstri vjð
þennan vandalausa pilt, sem tók sér
nærri rangsleitni og harðýðgi, í hvaða
mynd sem var, og þoldi illa ómyndarskap
í kringum sig. Ösanngirni þoldi hún eng-
um nema föður sínum og lítillega hon-
um. Þeim einum er þolandi ósanngirni,
sem ekki eru sanngjarnari við sjálfa sig
en aðra. 244.)
Þessi dæmi nægja um breytingarnar.
En venjulegur lesandi hefur fulla heim-
ild til að spyrja höfund eða útgefanda,
hvers vegna þess er ekki getið, þegar orð-
færi bókar og stíl er breytt frá fyrstu út-
gáfu, og útlátalaust er að geta þess með
einni setningu aftan við bókina.
III
Þrettánda bindi er annað hinna ný-
komnu og hefur inni að halda framhald
Ileiðaharms og þar með Urðarfjöturs.
Höfundur hefur gefið því heitið Sálu-
messa. Sögupersónur eru sumar þær
sömu og í Heiðaharmi og börn þeirra. En
það er bezt fyrir mig að játa það undir-
eins, að Sálumessu las ég með minni á-
nægju en Heiðaharm. Umhverfið er samt
hið sama — og þó breytt. Það er eins og
rótfestuna vanti. Trú Bjargfastar og
Bjargfólksins á Ileiðina er fremur vana-
bundin en eðlislæg. í Heiðaharmi geisl-
ar þessari trú frá hverri grein, líka þar
sem sagt er frá uppblæstrinum og eyði-
kotunum. Og lesandanum hefði fundizt
eðlilegast, að hlutverki Heiðarinnar sem
sögulegs baksviðs væri lokið, þegar
gamla fólkið þaðan væri gengið fyrir
ætternisstapa. Ef til vill eru það frá höf-
undarins hendi dularmögn tilverunnar,
hollvættir Heiðarinnar, eins og Einbúi,