Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Qupperneq 119
UMSAGNIR UM BÆKUR
325
ið óskýrt þótt gerð sé grein fyrir svipuð-
um hlutum annars staðar í bókinni, og
þá dettur manni í hug hvort útgefandi
hafi leitað af sér allan grun; en vera má
líka að stærð bókarinnar hafi sniðið
skýringunum stakk.
Jónas Kristjánsson.
Sýnisbók íslenzkra rímna
jrá upphafi rímnakveð-
skapar til loka 19. aldar.
Valið hefir Sir ÍVilliam A.
Craigie. 1—111. Edinburgh
og Rvík (Leijtur) 1952.
Rímnakveðskapur var þjóðaríþrótt ís-
lendinga í röskar fimrn aldir, og um
langt skeið voru afköst rímnaskálda
miklu meiri en í nokkurri annarri grein
kveðskapar. Það er því ekki vonnm fyrr
að gefið sé út rækilegt úrval úr íslenzk-
um rímum allra alda, sýnishorn þeirra
bókmennta sem öðrum fremur voru for-
feðrum okkar dægrastytting öld fram af
öld. Hitt gegnir þó meiri furðu að um
útgáfu þessa hefur séð útlendingur, og
það maður sem hefur ekki gert íslenzkar
hókmenntir að sérgrein sinni, heldur
lengstum ævi sinnar haft algerlega ó-
skyld störf með höndum.
Sir William A. Craigie er Islendingum
löngu að góðu kunnur, bæði af ritum
sínum og tveimur heimsóknum hingað
til lands. Hin miklu orðabókarstörf hans,
sem hafa aflað honum frægðar víðs veg-
ar um lönd, hafa ekki slökkt áhuga hans
á íslenzkum rímum, en þeim kynntist
hann á ungum aldri, fyrir sextíu árum.
Arið 1908 gaf hann út Skotlandsrímur
sr. Einars Guðmundssonar í vandaðri út-
gáfu, og hafði þá búið sig betur undir
það verk en mörgum er títt, því að hann
hsfði þá lesið allt sem til var á prenti af
íslenzkum rímum, og síðan mun hann
hafa haldið því við og lesið allt sem út
kom af því tagi. Enda bera inngangar
hí.ns að Sýnisbókinni því vitni að hann
er einn af fróðustu mönnurn um íslenzk-
an rímnakveðskap, ekki aðeins meðal
erlendra fræðimanna, heldur engu síður
þótt íslendingar séu meðtaldir.
Sýnisbókinni er skipt í þrjú allstór
bindi; í hinu fyrsta er úrval úr rímum
frá upphafi fram að 1550, í öðru rímur
frá 1550 til 1800, í þriðja rímur frá 19.
öld. Hverju bindi fylgir rækilegur inn-
gangur um rímnakveðskap þess tímabils
sem bindið nær yfir. Sá háttur er á hafð-
ur að í hverju bindi eru fyrst kaflar úr
rímunum sjálfum, en aftan við úrval úr
mansöngvum. Fæst með því nokkurt
yfirlit um yrkisefni rímnaskálda í man-
söngvum og breytingarnar sem á þeim
verða eftir því sem tímar líða. En í man-
söngvunum eru rímnaskáldin frumleg-
ust, og þar er oft mestan skáldskap að
finna, einkum í yngri rímum.
Meginið af efni bókarinnar er tekið úr
prentuðum rímum, eins og eðlilegt er. 1
öðru bindi er þó nálega helmingur text-
ans úr óprentuðum rímum, í þriðja bindi
miklu minna, en í fyrsta bindi aðeins
nokkur erindi. Þetta er í samræmi við
það að tiltölulega minnst er prentað af
rímum sumra helztu skálda frá þeim
tíma sem annað bindi fjallar um, en
mest af liinum elztu rímum. í fyrsta
bindi eru sýnishorn úr flestum rimunum
í Rímnasafni Finns Jónssonar, svo og úr
nokkrum öðrum. í öðru bindi er valið úr
færri rímnaflokkum, en meginið af efn-
inu tekið úr rímum þeirra skálda sem
hæst bar. Mikill fengur er að því að fá
sýnishorn úr óprentuðum rímum höfuð-
skálda 16. og 17. aldar, þeirra Magnúsar