Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 121
ANNÁLL ERLENDRA TÍtílNDA 327 sem hafa áhuga á íslepzkum bókmennt- um frá öðrum sjónarmiðum en skemmti- lesturs eins. Fyrir þá er ennþá margt að sækja til rímnanna, og þeim er mikill styrkur og leiðbeining í riti eins og Sýnisbókinni; bún er öruggur grundvöll- ur hverjum þeim sem kynnast vill þeim sérkennilega heimi er íslenzkar rímur ljúka upp fyrir öllum þeim sem þang- að vilja leita. íslendingar mega vera Sir William A. Craigie meira en þakklátir fyrir þetta þarfaverk. Jakob Benediktsson. Howard Fast: Klarkton, Gísli Ólajsson íslenzkaffi. 7. bók i fyrsta bókajlokki Máls og menningar. Fyrsti kafli sögunnar gerist fimmtudag- inn 6. desember 1945, fjórði og síðasti kaflinn sunnudaginn 9. sama mánaðar. Sagan gerist í miðju verkfalli, en hún er ekki saga verkfalls. Sagan hefur runn- ið sitt skeið að ströngustu listarinnar kröfum, en verkfallið er óleyst, haráttan er komin á það stig, að farið er að drepa menn. Það bjarmar ekkert fyrir því, að verkfallinu ljúki fyrst um sinn. Þetta er fyrsta verkfallið í litlum bæ, sem er að opna krónu sína eins og fífill í túni undir sólstöfum upprennandi stóriðju. Verk- fallið er líka tákn stéttastyrjaldarinnar, sem ekki getur liðið undir lok, fyrr en fáni stéttleysisins blaktir yfir verksmiðj- unni. Það væru aðeins lítilmótleg þátta- skil, þótt næstu daga yrði sætzt á nokkra kauphækkun til verkamannanna, og þótt lok þessa verkfalls yrðu þau, að allir for- ustumenn þess væru fangelsaðir, limlest- ir eða drepnir og verkalýðurinn kúgaður meira en nokkru sinni áður, þá væru það heldur ekki úrslit, því að verkalýðshreyf- ingin á rætur sínar í rótum mannlífsins sjálfs á stigi auðskipulagsins og teygir stilka sína úr moldu, jafnharðan og þeir eru sniðnir af, og efnir á ný til stórátaka, þar til hölvaldurinn er þurrkaður í burt af sviðinu. Dauðadómar og líflát geta ekki kveðið niður þá baráttu, sem háð er fyrir sjálfu lífinu. — En sagan er ekki um verkfall, og sagan hefur hlotið sín eðlilegu lok, þótt hvergi sjáist Ijóra fyrir lokum eða úrslitum baráttunnar. Miskunnarlaus og blóðug barátta verkfallsins sprettur upp úr skauti óper- sónulegrar þróunar og enga persónulega ábyrgð er að finna í litla verksmiðju- bænum. „Þú hefur ekkert gert, Georg, ekkert, og nú líður þér illa og þráir sam- úð og meðaumkun,“ sagði Elliott læknir við verksmiðjueigandann, skjólstæðing sinn, sem var sundurtættur á sál og sam- vizku út af hryðjuverkum samherja sinna. — Verksmiðjueigandinn, Georg Clark Lowell, er ekkert annað en venju- legur frjálslyndur gæðamaður, þráir ekkert að verða ríkur maður, því síður að vera kúgari. Hann vill binda endi á verkfallið „á heiðarlegan og sanngjarn- an hátt“ sem fyrst, svo að hann geti farið með fagurri dóttur sinni til Evrópu og notið þar lífsins. I Evrópu bar einkason- ur hans líka beinin, handtekinn og myrt- ur af fasistum. En Lowell er ekkert annað en leik- soppur í höndum félagslegra örlaga. Hann komst ekki hjá því að taka við verksmiðjunni að föður sínum látnum, og er þar með orðinn stóriðjuhöldur og auðmaður. Og þegar hann gleðst innileg- ast í hjarta sínu yfir því, að hann hafi völdin í sínum höndum og geti slegið botn í deiluna, þegar honum sýnist, þá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.