Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Side 122
328
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
verður hann lémagna áhorfandi að
ruddalegum misþyrmingum aðfenginna
aðstoðarkrafta frá samtökum iðjuhöld-
anna á hans eigin verkamönnum og and-
svar hans verður í því einu fólgið að
staulast inn í snyrtiklefa, halla sér yfir
skálina og kasta upp af viðbjóði. Einn
virðulegur borgari staðarins, Goldstein
dómari, er skotinn til bana, vegna sam-
úðar með verkfallsmönnum. Mitt í verk-
fallinu kemst Lowell að því, að nánustu
vinir hans, Elliott læknir og Rut kona
hans, eru forustumenn Kommúnista í
þorpinu. Til hins hinzta leitar hann þó
huggunar hjá þessum vini sínum. „En
þegar hann ók heim á leið í ljósaskiptun-
um varð honunt ljóst, að það hafði ekki
verið á valdi Elliotts Abott að færa hon-
um frið. Það var hvergi frið að finna
framar. Dauðinn var dimmur skuggi í
samvizku hans, og jafnvel þótt hann væri
dauðadrukkinn kvöld eftir kvöld mtindi
það ekki reka í burt ófreskjuna sem sat
um hann“. Og þar með er sögunni lokið.
Lowell er einstaklingurinn, sem ekki
hefur samlagað sig siðferði auðskipu-
lagsins á hrörnunarskeiðinu, en um leið
er hann þó tákn auðskipulagsins sjálfs,
sem er slitið úr tengslum við andlega
lífsþrá mannanna, „dauðinn var félagi
hans, og þegar hann ók eftir Concord-
vegi, framhjá verksmiðjunni og upp
steypta veginn heim að húsinu, fann 1
hann kaldan gustinn frá návist hans“.
Verkamenn á Islandi stóðu í verkfalli,
þegar saga þessi kom út. Því verkfalli er
nú lokið, en upp úr djúpum kyrrðarinn-
ar í dag má skynja aðdraganda nýrra á-
taka. Það væri nokkur fyrirboði um að-
stöðu í næstu átökum, hve mikið far
verkamenn gera sér um að afla sér þess-
arar bókar. Howard Fast er einn list-
fengasti höfundur þessa tíma. Saga
þessi er frábærlega vel gerð, persónur
skýrar og lifandi, byggingin sterk, fram-
setningin ljós í látlausri og sviphreinni
þýðingu. En sagan er meira en listaverk,
hún er heillandi kennslubók um stétta-
baráttu nútímans. Það er engum verka-
manni einskis vert, þegar hann hefur
upp fána stéttabaráttunnar, að eiga að
vinum og félögum foringja eins og Ryan
hinn írska og svertingjann Joey Raye.
Það ætti líka að vera nokkurs virði að
kynnast starfsháttum andstæðingsins,
þegar listamaðurinn hefur skyggnt þau
í gegnum „lýðræðis“umbúðirnar. Við
lestur þessarar bókar eiga að skýrast
ýmsir drættir í ásjónu óvinanna, sem al-
þýðan á íslandi á í höggi við og mun
eiga í síharðnandi höggum við, þar til
yfir lýkur.
G. Ben.