Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1952, Síða 122
328 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR verður hann lémagna áhorfandi að ruddalegum misþyrmingum aðfenginna aðstoðarkrafta frá samtökum iðjuhöld- anna á hans eigin verkamönnum og and- svar hans verður í því einu fólgið að staulast inn í snyrtiklefa, halla sér yfir skálina og kasta upp af viðbjóði. Einn virðulegur borgari staðarins, Goldstein dómari, er skotinn til bana, vegna sam- úðar með verkfallsmönnum. Mitt í verk- fallinu kemst Lowell að því, að nánustu vinir hans, Elliott læknir og Rut kona hans, eru forustumenn Kommúnista í þorpinu. Til hins hinzta leitar hann þó huggunar hjá þessum vini sínum. „En þegar hann ók heim á leið í ljósaskiptun- um varð honunt ljóst, að það hafði ekki verið á valdi Elliotts Abott að færa hon- um frið. Það var hvergi frið að finna framar. Dauðinn var dimmur skuggi í samvizku hans, og jafnvel þótt hann væri dauðadrukkinn kvöld eftir kvöld mtindi það ekki reka í burt ófreskjuna sem sat um hann“. Og þar með er sögunni lokið. Lowell er einstaklingurinn, sem ekki hefur samlagað sig siðferði auðskipu- lagsins á hrörnunarskeiðinu, en um leið er hann þó tákn auðskipulagsins sjálfs, sem er slitið úr tengslum við andlega lífsþrá mannanna, „dauðinn var félagi hans, og þegar hann ók eftir Concord- vegi, framhjá verksmiðjunni og upp steypta veginn heim að húsinu, fann 1 hann kaldan gustinn frá návist hans“. Verkamenn á Islandi stóðu í verkfalli, þegar saga þessi kom út. Því verkfalli er nú lokið, en upp úr djúpum kyrrðarinn- ar í dag má skynja aðdraganda nýrra á- taka. Það væri nokkur fyrirboði um að- stöðu í næstu átökum, hve mikið far verkamenn gera sér um að afla sér þess- arar bókar. Howard Fast er einn list- fengasti höfundur þessa tíma. Saga þessi er frábærlega vel gerð, persónur skýrar og lifandi, byggingin sterk, fram- setningin ljós í látlausri og sviphreinni þýðingu. En sagan er meira en listaverk, hún er heillandi kennslubók um stétta- baráttu nútímans. Það er engum verka- manni einskis vert, þegar hann hefur upp fána stéttabaráttunnar, að eiga að vinum og félögum foringja eins og Ryan hinn írska og svertingjann Joey Raye. Það ætti líka að vera nokkurs virði að kynnast starfsháttum andstæðingsins, þegar listamaðurinn hefur skyggnt þau í gegnum „lýðræðis“umbúðirnar. Við lestur þessarar bókar eiga að skýrast ýmsir drættir í ásjónu óvinanna, sem al- þýðan á íslandi á í höggi við og mun eiga í síharðnandi höggum við, þar til yfir lýkur. G. Ben.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.