Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 17
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Heima og heiman „Utannorðurlandamenn" Eitt til marks um hversu mjög vér íslendíngar virðumst vera að slitna úr teingslum við Norðurlönd er það, að eftir að vér höfum talað um lönd þessi daglega í þúsund ár eða meira, vöknum vér upp við það einn góðan veðurdag að vér vitum ekki leingur hvað þau heita, kunnum ekki að nefna þau. Einsog allir vita hefur aldrei tíðkast í íslensku máli að skeyta greini við staðanöfn eða landa — þó náttúrlega geti altaf vakist upp blaðamenn eða málfræðíngar sem sanni að slíkt hafi verið gert í einhverjum afdal í Noregi í kríngum Krists burð. A síðustu áratugum hafa menn farið að tala um Bandaríki Norðurameríku sem Bandaríkin, og er þá í raun réttri ekki átt við stað, heldur hefur land þetta óvart tekið heiti af stjórnar- farslegu skipulagi ríkja í Norðurameríku. Afturámóti hefur staglið á „Bandaríkjunum“ hér orðið til þess að íslendíngar hafa gleymt hvað Norðurlönd heita. Á síðustu mánuðum má heita viðburður ef blöð vor eða útvarp nefna Skandínavíu framar Norðurlönd, heldur ævinlega ým- ist „norðurlöndin" eða „hin norðurlöndin“ eða „öll norðurlöndin“. Mér er ekki ljóst hvort spekíngar þeir er fundið hafa þessa visku ætlast til að svona fleirtöluorð með greini sé skrifað með stórum staf eða ekki, og væri fróðlegt að fá einhverjar vísbendingar af þeirra hálfu um það. Að baki þessari afkáralegu nafngift á Norðurlöndum virðist sú hug- mynd standa, að úrþví einhver norðurlönd eru „hin norðurlöndin“, héð- an séð, þá sé ísland norðurland nr. 1, Danmörk er þá t. d. norðurland nr. 2, Noregur norðurland nr. 3 osfrv. En nú er sá hængur á, þegar farið er að tala um hin og öll norðurlönd með greini, þá liggur samkvæmt ís- lenskum málskilníngi í því að hér sé átt við öll lönd jarðkrínglunnar sem liggja til norðurs, Svo sem t. d. Grænland, norðurhluta Kanada, Alaska,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.