Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 18
8 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Síberíu, þ. e. a. s. öll hugsanleg norðlæg lönd önnur en þau sem á ís- lensku heita Norðurlönd, — þó hin síðastnefndu fái kanski að fljóta með legu sinnar vegna, a. m. k. sum þeirra. Æskilegt væri að upphafsmenn þessarar nýlundu vildu gera einhversstaðar grein fyrir þeirri einkenni- legu Iandafræði og málfræði sem þeir hafa haft í huga þegar þeir smíð- uðu þessi skrýtilegu orðatiltæki. Sú staðreynd, að vér erum altíeinu orðnir svo fjarlægir Norðurlönd- um að vér kunnum ekki leingur að nefna þau, birtist mér altíeinu heldur en ekki áþreifanlega í fyrra á ferðalagi um Norðurlönd. Eg var að gánga innum vegabréfseftirlit dönsku landamæranna á leið til Svíþjóð- ar. Þar voru tvær dyr, stóð yfir öðrum: norðurlandamenn, yfir hinum: utannorðurlandamenn. Ég ætlaði hiklaust og heilabrotalaust að gánga um norðurlandadyrnar, en þar fóru allir skoðunarlaust í gegn, meðþví eftirlit vegabréfa er úr gildi numið meðal ríkja þeirra innbyrðis sem teljast til Norðurlanda. Við dyrnar stendur embættismaður og spyr: Eruð þér svíi? Ég svara að ég sé íslendíngur. Þá eruð þér ekki heldur norðurlandabúi, segir embættismaðurinn, — gerið svo vel að fara um hinar dyrnar og sýna vegabréf yðar! í þeim svifum fóru finnar í gegn skoðunarlaust sem norðurlandabúar, en ég varð að taka stimpil í mitt vegabréf sem utanskandínavíumaður ásamt með nokkrum spánverjum og frökkum. Ég forvitnaðist síðan um það hjá fróðum mönnum, af hverjum sökum íslendíngar væru ekki haldnir norðurlandabúar á Norðurlöndum. Mér var svarað því til að íslendíngar hefðu neitað að gánga í samband við Norðurlönd um afnám vegabréfaskyldu. Ég spurði með hverjum rökum, og var sagt að mörlandinn hefði borið það fyrir sig á sameiginlegum fundi norrænna utanríkisráðherra um málið, að ísland væri svo auðugt að íbúar þess veigruðu sér við að hleypa fólki af Norðurlöndum vega- bréfslausu inní slíkt gósenland. Ég sel ekki sögu þessa um hlægilega íslenzka röksemdafærslu dýrar en ég keypti. Eitt er víst, hún er alveg í íslenskum nútímastíl. Það er alveg eftir öðrum uppskafníngshætti hjá oss, að þegar vér ræðum við hinar gamalgrónu og sterkríku frændþjóðir vorar á Norðurlöndum, þá reynum vér að koma því inn hjá þeim, að vér séum svo ríkir að vér get- um ekki tekið á móti fátækum aumíngjum af „hinum norðurlöndunum" vegabréfalausum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.