Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 19
HEIMA OG HEIMAN
9
Listkúgun
í Reykjavík eru nú á almannafæri bronsmyndir af fjórum lafafrökk-
um þeirrar tegundar sem danir kalla „diplómat“ en kanar „prins Albert“:
- einkennisbúníngur kaupmanna og faktora, og reyndar alskonar brodd-
borgara, á tímum Viktoríu drotníngar. Uppá þessa prinsalberta hefur
síðan verið tylt hausunum af Jónasi Hallgrímssyni, Jóni Sigurðssyni,
Hannesi Hafstein og Kristjáni Vilhjálmssyni. Nú flýgur fyrir að í ráði
sé að setja upp fimta prinsalbertinn í Reykjavík, með ímynduðum haus
af Skúla fógeta uppaf. Þessi list er gerð eftir pöntun frá þeim sem ráða
bænum, því auðvitað dettur aungum listamanni í hug að búa til prins-
albertfrakka úr bronsi, nema til að þægjast nógu heimskum viðskifta-
vinum. Þessi lafafrakkahryllíngur er sumsé hinn viðurkendi, opinberi og
fyrirskipaði listasmekkur sem íslensk yfirvöld vilja berja inní þjóðina á
tuttugustu öld.
Fyrir nokkrum árum stofnuðu smekkmenn í Reykjavík félag til að
prýða bæinn, meðal annars til að koma upp listaverkum á almannafæri.
Gegn þessu félagi vaktist hreyfíng þeirra manna sem vilja efla lista-
smekk stjórnarvaldanna, þann smekk sem telur prinsalbertfrakkann há-
tind listrænnar tjáníngar. Einn þáttur í baráttu lafafrakkasinna gegn
Fegrunarfélaginu var sá, er einn forkólfur þeirra tók sér fyrir hendur á
björtum júnínóttum að laumast inní garð Asmundar Sveinssonar mynd-
höggvara, meðan listamaðurinn var fjarri, og ljósmynda afturhluta á
líkneskjum þeim er standa í garðinum. Myndirnar prentaði kauði síðan
í blaði sem hann gaf út, og þá stefnuskrá hafði að afhenda útlendíngum
sjálfstæði íslands og landsréttindi, og fylgdi þar tilheyrilegt fimbulfamb
um listamenn og listir af hugarfari og með orðbragði þeirra manna sem
eiga sitt föðurland á alveg sérstökum stað.
Mentaðir útlendíngar sem koma á „fín“ heimili í Reykjavík segja að
höfuðborg íslands sé sú borg þar sem gróssérarnir hafi smákaupmanna-
smekk. Ég held þetta sé of mikið hól um flesta okkar grósséra — þó það
eigi að vera hið gagnstæða. Eitt er víst, þeir sem eiga bæinn hafa feingið
því ráðið að enn hefur ekki verið komið upp listaverki á almannafæri í
Reykjavík á þeim hálfum öðrum áratug næstliðnum, sem einna mestur
fjárhagslegur uppgángur hefur orðið í landinu. Ég gleymi því seint er ég
skrifaði grein í miðjum peníngastraumi stríðsáranna, um hve æskilegt
væri að reisa hið mikla snildaiverk Einars Jónssonar, Útilegumanninn,