Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 22
12 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þar sem net hafa verið aðal-lífsbjargartæki fólks, og talað hefur verið um netafisk og netaveiðar og alt sem netum heyrir sýknt og heilagt um alda- raðir, kannast einginn maður við netjafisk og netjaveiðar né neitt af netjum — þángaðtil altíeinu fyrir nokkrum misserum menn fara að heyra þetta netjamál í útvarpinu. Eg ólst upp með fólki sem bæði reið net og stundaði netaveiðar, heyrði sem sagt í æsku orð þetta beygt dögum oftar af því fólki sem kunni ekki síður að tala um hlutinn en nota hann; en „netjum“ eða „netja“ heyrði ég aldrei sagt fyren ég var fullorðinn þá tók ég eftir að menn norðan úr dölum í Skagafirði höfðu joð í orð- inu þegar þeir beygðu það. Ég hef ekkert á móti því að dalabændur nyrðra, sem aldrei hafa séð net, beygi orðið eftir sínum geðþótta, það er þá einsog hver önnur skemtileg mállýska hjá þeim; en þegar á að troða þessari sérvisku uppá okkur sunnlendínga, rétteinsog við hefðum aldrei kunnað að nefna þetta lífsbjargartæki okkar, þá finst mér skörin færast uppí bekkinn. Svona „leiðréttíngar“ á rótgrónu máli þjóðarinn- ar eru lítt þolandi, ekki síst í dæmum þar sem ekki er um snefil af mál- spillíngu eða dönskuslettíngi að ræða. Það væri æskilegt að þeir menn sem gánga fram fyrir skjöldu til að breyta íslenskunni í höfuðvígi túng- unnar, sjálfu alþýðumáli aldanna, vildu láta nafns síns getið, svo hægt sé að vita hvaða fólk þetta er, hvaðan það kemur og hvert það ætlar. Það er líka skríngilegt atferli, að vera að skrifa vandlætíngargreinar um mál- fræði undir dulnefni í dagblöðin, einsog sumir menn virðast hafa mikla unun af, og er þess skemst að minnast er dulnefni nokkurt þrástagaðist í blöðunum á því hver málspillíng væri að segja „á næstunni11 — og þá víst ekki síður í fyrstunni eða á réttunni, á raungunni osfrv. Það er sosum ekki í málinu einu að íslendíngar vakna altíeinu upp sem nokkurskonar útlendíngar í Iandi sjálfra sín, búnir að steingleyma hvers- dagslegum hlutum sem verið hafa þjóðinni tamir frá upphafi. Ég skal ekki fara útí meira málfræðiþjark að sinni, en taka dæmi sem hvorki íþýngir mönnum vegna háfleygi né neina sérstaka fræðimenn þarf til að skilja. Við mintumst áðan á net; náinn netum er fiskur. Islendíngar hafa alt frammá vora daga kunnað að gera sér harðfisk að mat. Að lokinni herslu er fiskurinn geymdur á köldum stað forsælis, og síðan barinn með steinsleggju til einnar máltíðar í senn, — harðfiskur sem geymdur er barinn, þó ekki sé nema daglángt, þornar upp og verður bragðlaus og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.