Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Side 22
12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þar sem net hafa verið aðal-lífsbjargartæki fólks, og talað hefur verið um
netafisk og netaveiðar og alt sem netum heyrir sýknt og heilagt um alda-
raðir, kannast einginn maður við netjafisk og netjaveiðar né neitt af
netjum — þángaðtil altíeinu fyrir nokkrum misserum menn fara að
heyra þetta netjamál í útvarpinu. Eg ólst upp með fólki sem bæði reið net
og stundaði netaveiðar, heyrði sem sagt í æsku orð þetta beygt dögum
oftar af því fólki sem kunni ekki síður að tala um hlutinn en nota hann;
en „netjum“ eða „netja“ heyrði ég aldrei sagt fyren ég var fullorðinn
þá tók ég eftir að menn norðan úr dölum í Skagafirði höfðu joð í orð-
inu þegar þeir beygðu það. Ég hef ekkert á móti því að dalabændur
nyrðra, sem aldrei hafa séð net, beygi orðið eftir sínum geðþótta, það
er þá einsog hver önnur skemtileg mállýska hjá þeim; en þegar á að
troða þessari sérvisku uppá okkur sunnlendínga, rétteinsog við hefðum
aldrei kunnað að nefna þetta lífsbjargartæki okkar, þá finst mér skörin
færast uppí bekkinn. Svona „leiðréttíngar“ á rótgrónu máli þjóðarinn-
ar eru lítt þolandi, ekki síst í dæmum þar sem ekki er um snefil af mál-
spillíngu eða dönskuslettíngi að ræða. Það væri æskilegt að þeir menn
sem gánga fram fyrir skjöldu til að breyta íslenskunni í höfuðvígi túng-
unnar, sjálfu alþýðumáli aldanna, vildu láta nafns síns getið, svo hægt sé
að vita hvaða fólk þetta er, hvaðan það kemur og hvert það ætlar. Það
er líka skríngilegt atferli, að vera að skrifa vandlætíngargreinar um mál-
fræði undir dulnefni í dagblöðin, einsog sumir menn virðast hafa mikla
unun af, og er þess skemst að minnast er dulnefni nokkurt þrástagaðist
í blöðunum á því hver málspillíng væri að segja „á næstunni11 — og þá
víst ekki síður í fyrstunni eða á réttunni, á raungunni osfrv.
Það er sosum ekki í málinu einu að íslendíngar vakna altíeinu upp sem
nokkurskonar útlendíngar í Iandi sjálfra sín, búnir að steingleyma hvers-
dagslegum hlutum sem verið hafa þjóðinni tamir frá upphafi. Ég skal
ekki fara útí meira málfræðiþjark að sinni, en taka dæmi sem hvorki
íþýngir mönnum vegna háfleygi né neina sérstaka fræðimenn þarf til að
skilja. Við mintumst áðan á net; náinn netum er fiskur. Islendíngar hafa
alt frammá vora daga kunnað að gera sér harðfisk að mat. Að lokinni
herslu er fiskurinn geymdur á köldum stað forsælis, og síðan barinn með
steinsleggju til einnar máltíðar í senn, — harðfiskur sem geymdur er
barinn, þó ekki sé nema daglángt, þornar upp og verður bragðlaus og