Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Qupperneq 24
14 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR arnir voru búnir að gleyma hinni fornu dæmisögu úr barnabókinni um manninn sem stóð útá torgi og æpti í sífellu „úlfur, úlfur“: þessum manni tókst að vísu að gera marga hrædda í fyrstu; en hann hélt áfram að æpa þángað til allir voru hættir að vera hræddir aftur, sumir voru meira að segja farnir að hlæa að honum, en flestir geingu framhjá og yptu aðeins öxlum með ógeði. Altaf átti eystrihelmíngur Evrópu, einkanlega Ráð- stjórnarríki, að vera kominn á fremsta hlunn að gera innrás í vestra helmínginn; síðan er því fólki sem býr austan einhverrar tiltekinnar stjórnmálalínu, (sem auðvítað hvergi er til,) hótað því að það skuli alt- saman verða drepið, því skuli verða gereytt einsog þessir þokkapiltar komast að orði. Þessum stríðsboðskap úr fjarlægri heimsálfu hefur fylgt sú áskorun til evrópumanna að það sé betra að allri mannabygð í Ev- rópu sé jafnað við jörðu, og vestræn siðmenníng líði undir lok, en vin- samlegu samkomulagi sé náð við sósíalistaríkin um frið í heiminum. Ég ætla að draga hér fram fróðlegt dæmi af því, hvað stríðsæsínga- menn gátu leyft sér að bera fram í kalda stríðinu hér í Evrópu fyrir fám árum, meðan þeir enn skákuðu í því skjóli að ótti evrópumanna við grýlur þeirra væri allri velsæmistilfinníngu sterkari. Ég tek dæmið úr okkar kæra gamla vinlandi Danmörku, en danska þjóðin hefur orðið að þola harða sókn af hendi stríðsæsíngasinna. Þessari friðsömu þjóð, sem ekki á í útistöðum við nokkra aðra þjóð, hafa stríðsæsíngamenn nú hald- ið einsog mús undir fjalarketti árum saman; — en friðmenn eru jafnan öðrum mönnum sterkari, og þannig hafa danir farið með sigur af hólmi í baráttunni við stríðsöflin, sigur í höfuðatriðum, — að minnsta kosti stærri sigur en vér hér á íslandi getum státað áf. vér sem höfum á friðar- tímum gert land vort að svaði erlendra soldáta. Ógnaræði stríðsaflanna gegn almenníngi í Danmörku endurspeglast einna ljósast í tveim „dagskipunum" — einsog komist er að orði nú á dögum — sem gefnar voru út á velmaktárdögum kalda stríðsins, þegar gereyðíngardraumar stjórnmálamanna voru hvað glæsilegastir og am- rískum einokunarhríngum og umbjóðendum þeirra hafði í raun réttri tekist að telja Evrópu trú um að hin lángþráða atómstyrjöld á hendur sósíalistiskum þjóðum væri „just round the corner“. Önnur þessi „dag- skipun“ var gefin út í dagblöðum í Kaupmannahöfn vorið 1950 af Christ- ensen nokkrum lækni og sérfræðingi í atómstríði, en hann var að embætti opinber ráðunautur svonefndra borgaralegra varna í landinu. Þetta skjal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.