Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Blaðsíða 26
16 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR leggíngum sínum á plagginu: Óttist eigi, danskir menn, líkin af yður munu finnast! Aðalatriði þessa máls, samkvæmt plaggi Christensens, er það að hafa uppi á sem flestum líkum, svo unt sé að lesa hvaða nafn stendur á hinum fyrirskipaða seðli sem hver maður skyldi bera á sér. En til þess að bæta hina miklu nauðsyn sem Christensen telur á því að finna líkin, þegar stundir líða, (og fornleifafræðíngar eða aðrir taka til að snefla í rústum Kaupmannahafnar,) þá verður að gera sérhverri fjöl- skyldu í Danmörku að skyldu að láta varnarstofnun borgaranna í té ná- kvæma lýsíngu íbúðar sinnar með því að svara útí æsar þaraðlútandi spurníngalistum sem sendir verða á hvert heimili í landinu. Það er mikil- vægt, segir í plagginu, að nákvæmlega sé skýrt frá því, hvar sérhver per- sóna sofi í íbúðinni, sömuleiðis hvaða venjur hver og einn fjölskvldu- meðlimur hafi tamið sér, meðal annars hvort nokkur karl eða kona á heimilinu hafi þann sið að sitja framá nótt við bóklestur í stofunni; því ef slík vitneskja er til um hverja fjölskyldu, þá er hægt að kjarnorku- hríðinni lokinni, þegar farið verður að grafa í rústirnar, að geta sér þess til hvaða persóna sé líklegust til að eiga bein þau er finnast kunnu þar í rústinni, til dæmis, sem ekki er ósennilegt að stofan hafi verið — og það meira að segja þó svo illa kynni að hafa tiltekist að hinn áfesti seðill með nafni hins brunna kynni að vera orðinn ólæsilegur, osfrv., osfrv. Þannig hélt semsagt þessari visku áfram — til að friða almenníng — dálk eftir dálk í blöðum Kaupmannahafnar undir nafni hins merkilega manns Christensens læknis og sérfræðíngs í kjarnorkustríði. Ég var staddur í Danmörku um þessar mundir og skrifaði í minnisbók mína nokkur helstu atriðin úr þessu, en ég held að ég endist ekki lil að endur- segja öllu fleira úr plagginu að sinni. Ég skal hinsvegar taka það fram að mér tókst aldrei að finna nokkurn mann í Danmörku sem þætti senni- legt að aukatekið orð í „dagskipuninni“ væri frá Christensen þessum sjálfum runnið, né yfirleitt frá nokkrum dönskum manni. Mörgum mundi nú virðast sem ekki væri miklu hægt að bæta við plagg einsog það sem nú var frá sagt, og lesið var yfir hausamótunum á dönum á þeim tíma er horfur voru hvað glæsilegastar hjá stríðsæsínga- mönnum. Þó átti enn eftir að koma fram í Danmörku það furðuverk í til- skipunarformi frá upphaldsmönnuin kalda stríðsins, sem lætur jafnvel sjálfan Christensen blikna. Undir þetta nýa skjal, sem kom fram árið eftir, var látið standa nafn Petersens nokkurs sem þá var landvarnarráð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.