Tímarit Máls og menningar - 01.03.1954, Page 28
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
um að setja af kónginn og ríkisstjórnina með þeim formála sem þarna er
hafður. Enda fór svo að þessi „galimatias“ vakti jafnvel enn meiri undur
en aðhlátur í Danmörku, og eru þó danir gamansamir menn. Mjög
íhaldssamur flokkur dana (þeir kalla sig „de radikale11) flýtti sér að gefa
út yfirlýsíngu í tilefni þessarar tilskipunar Petersens, þar sem þeir segja
m. a.: „Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú, að konúngur Danmerk-
ur, stjórn og ríkisþíng, ásamt herstjórninni, eru gerð þess ómegnug að
binda endi á gagnslausa bardaga, sem ekki mundu miða að öðru en tor-
tíma landinu og þjóðinni með öllu.“ Og þeir bættu við: „Vér eigum bágt
með að trúa því að danska þjóðin láti slíka tilskipun óáreitta.“
Og það varð orð og að sönnu, dönsku þjóðinni var nóg boðið.
Ég vitna ekki í þessi dæmi úr Danmörku af þeim sökum að þau séu
einsdæmi, heldur sakir hins, að þau eru einmitt fyrirtaks sýnishorn af
vinnubrögðum frumkvöðla kalda stríðsins. Furðuverk einsog tilskipanir
þeirra Christensens og Petersens hafa verið daglegt brauð í sérhverju
því landi sem dregið hefur verið inní vítahríng kalda stríðsins.
Það er oss sjálfum í fersku minni, hvernig stríðsæsíngasinnar létu
gánga leppinn og þvöguna hér á Islandi, til að hræða íslenska stjórn-
málamenn, eftir að friður var kominn á uppúr lokum síðustu heimsstyrj-
aldar: „rússar“ áttu að vera komnir á fremsta hlunn að leggja undir sig
ísland. Ekki var borið við að færa fram rök né líkur fyrir þeirri kenn-
íngu að Ráðstjórnarríki byggjust til að hernema ey þessa á miðju at-
hafnasvæði aðalflotaríkja heimsins; en því meira kapp lagt á hitt, að
æpa úlfur úlfur. Við íslendíngar gleyptum stríðsáróðurinn hráan einsog
hann var settur fyrir okkur. Það þurfti sumsé ekki á að halda jafnhroða-
legum „dagskipunum" hér á landi og þeim sem þeir Christensen og Pet-
ersen voru látnir leggja nafn sitt við til að hræða dani. Vorir menn svör-
uðu strax: Það skal vera með þökk vorri og vilja að þér hernemið oss og
fyllið hér alt af erlendum soldátum — til að vernda oss fyrir hernámi og
erlendum soldátum.Og þarmeð var fjöreggi íslands, því sjálfstæði sem
þjóðin hafði barist fyrir í sjö hundruð ár, kastað á glæ.
Þeir sérfræðíngar og stjórnmálamenn innlendir í Danmörku,sem hvað
fúsastir höfðu viljað reka erindi stríðsæsíngamanna, umboðsmenn á
borð við Christensen sem vildi festa kjarnorkumæli á alla dani og sauma
innaná þá seðil með nafninu þeirra, svo einginn þyrfti að efast um hvað